…hefur átt sér stað í herbergi litla mannsins!
Sá stóri er með ljósi innan í og sá minni er sparibaukur – báðir úr Tiger.
…sá litli bættist við núna um daginn (500kr)
…sá baukinn í Tiger löngu fyrir jól og keypti hann ekki þá en núna var hann loks kominn aftur og fékk því að fylgja mér alla leið heim
…verð samt að segja að upprunalega voru hnettirnir keyptir bara sem herbergisskraut, en mikið svakalega er sniðugt að vera með svona hnött/hnetti þar sem að krakkar hafa aðgengi að þeim.
Dóttirin er alveg heilluð af hnettinum er farin að vita hvar Ísland er (auðvitað), og Grænland, Danmörk, Noregur, Ameríka (hún veit samt ekki hvar Target er ;). Rússland og svo fram eftir götum löndum.
Skraut sem að fræðir og gleður – gerist ekki mikið betra 🙂
…Hér koma linkar að nokkrum flottum hnöttum á Amazon 🙂
Hnettir eru svo flottir og einmitt gaman að skoða þá. Sonur minn fékk einmitt mjög flottan hnött í gjöf með dýrum á. Þannig að núna eru þau orðin mjög fróð hvar dýrin eigi heima;)
Kv.Hjördís