Smá pæling…

…en yndið hún Ragnhildur hjá Jónsdóttir &Co deildi í gær hlekk að þessu myndbandi.

Ég horfði á þetta og ákvað í skyndi að þetta mætti bara alveg verða póstur dagsins…

https://www.youtube.com/watch?v=7DdM-4siaQw

…það er nefnilega þannig að við myndum allar velja fallega hliðið fyrir allar vinkonur okkar, fyrir mömmu, fyrir tengdó, fyrir dætur og bara nánast fyrir hvaða konu sem við þekkjum.  Ekki bara velja fallega hliðið – heldur hvetja þær til þess að ganga í gegn og ýta þeim áfram.  En við sjálfar?

Ég hugsa að flestar myndum við síðan fara sjálfar í gegnum meðal-hliðið!

Af hverju erum við svona?

Ég fór um daginn með tveimur yndislegum vinkonum í bæjarleiðangur.  Á milli þess sem að við hlógum mikið og skemmtum okkur konuglega (drottningarlega?) þá spjölluðum við um daginn og veginn.  Ég fór að segja þeim frá einhverjum komplexa sem ég hef, einn af mörgun, varðandi hitt og þetta, og hvað ég myndi vilja láta gera til þess að laga þetta.

Vinkona mín sagði þá: “vá, ég hef sko aldrei tekið eftir þessu!”

Ég sagði við hana: “nei auðvitað ekki, þú ert svo yndisleg og vinkona mín og þú sérð mig með hjartanu”.

Núna, ætla ég að fara að reyna að æfa mig í að sjá mig sjálfa með hjartanu!

Viltu gera mér greiða, og reyna að gera slíkt hið sama fyrir þig sjálfa – og mundu að við eigum allar fallega hliðið skilið ❤

ps. þætti vænt um að þið mynduð smella á like-hnappinn ef þið höfðuð gaman af póstinum!

1 comment for “Smá pæling…

  1. Margrét Helga
    09.04.2015 at 13:24

    Þetta er svo satt…við eigum að vera okkar bestu vinkonur og, eins og þú segir svo snilldarlega, horfa á okkur sjálfar með hjartanu. Myndum við nokkurn tímann dæma vinkonur okkar jafn harkalega og okkur sjálfar eða gagnrýna þær jafn hart? Þetta verður nýja mottó mitt…vertu þín besta vinkona og horfðu á þig með hjartanu. takk fyrir yndisleganog upplífgandi póst <3

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *