Spurt og svarað…

Hef fengið spurningar í kommentum og ætla að svara þeim hér en ekki í kommentunum:
Birgitta spurði um stimpilinn sem að ég hef verið að nota.  Hann fékkst í Office-versluninni á Korputorgi en ég hef séð þetta í flestum svona föndurbúðum.
Anna spurði um hvaða sprey ég hef notað.  Það er í raun bara það sprey sem er við hendina.  T.d. var stjakinn spreyjaður með sprey-i sem að pabbi lét mig fá, og það var einhver svona metalic gray.  Annars er hægt að kaupa í Húsó eða Byko – og svo hef ég verið að kaupa bara sprey í Europris, það er mikið ódýrara og bara mjög fínt. 
Hef ekkert verið að vinna hlutina áður en ég spreyja, en best er að vera smá frá og muna að ef þú ert að spreyja að hreyfa hendina.  Annars kemur svona taumur, minna magn og fleiri umferðir er betra!

5 comments for “Spurt og svarað…

  1. Anonymous
    14.04.2011 at 13:09

    Snilli minn 🙂
    kv
    Vala Sig

  2. Anonymous
    14.04.2011 at 15:33

    Þessi stjaki er æði, ætla að hafa einn svona í nýja svefnherberginu mínu 🙂
    Kveðja Guðrún H.

  3. Anonymous
    14.04.2011 at 22:23

    Sæl Dossa mín,

    Ég segi nú bara eins og Vala vinkona okkar “Snilli minn” og bæti svo við spurningunni “Hvers vegna skellir þú þér ekki í arkitektanám?”.
    Alltaf gaman að kíkja hér á síðuna þína, hún er að sjálfsögðu bara tær snilld…….enda ekki við öðru að búast mín kæra.

    Bestu kveðjur,
    Sólveig A

  4. Anonymous
    14.04.2011 at 23:52

    takk æðislega 🙂

    kv, Birgitta

  5. Anonymous
    20.04.2011 at 19:20

    Takk fyrir upplýsingarnar, hlakka til að fara að spreyja! 🙂
    Kv Anna

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *