…sá þessa sætu skál og disk, í limegrænu með hvítum doppum – keypt í Europris á lítinn pening.
Gleður mitt hjarta ♥
…alltaf hægt að setja eitthvað fallegt í svona – sumarlegt og sætt,
en núna eru líka páskar þannig að…
…þannig að ég ákvað að nota þetta svona núna,
hægt að líma en ég ákvað setja bara fix (eins og kennaratyggjó) til að festa þetta niður
…þannig að núna er eldhúsborðið svona
…ohhh, mér finnst þetta alveg obbalega kósý!
Dúkurinn fékkst í Rúmfó, er reyndar plastdúkur en núna er ég með lítinn mann sem að subbar allt í kringum sig 3 sinnum á dag – að lágmarki – þannig að það er nauðsyn að geta bara þurrkað af. Svo er líka ágæt að “vernda” borðið aðeins frá litlum kalli sem að ákveður stundum að éta bara allt eldhúsborðið 
…þessir enn uppáhalds ♥
…fuglabúrið er úr Blómaval
…svo er búið að hengja upp páskaskraut í ljósakrónuna
…hvað segjið þið, sáttar við eldhúsborðið eða er “leim” að vera með svona plastdúk?
Mér finnst þetta alveg æðislega flott hjá þér,og nei alls ekkertleim að vera með vaxdúk þegar hann er svona flottur.Langar í svona,var hann ekki úr rúmfó??Svo finnst mér skálin og diskurinn æði,langar að vita hvar þú keyptir …
Þú ert snillingur eins og alltaf.Sá að það er komin skreytum hús síða á fésinu svo ég sendi vinabeiðni…
Kv Sigga Dóra
Takk fyrir Sigga Dóra, dúkurinn er keyptur í Rúmfó á Korputorgi en ætti að vera til víðar. Skálin og diskurinn fékkst síðan í Europris á undir 300kr stk
*knús
Þetta er ekkert nema flott og smekklegt. Væri til í að sytja við þetta borð með tebolla. Plastdúkurinn er alls ekki “leim”, doppurnar eru bara flottar.
Kv. Kristín
Þetta er sko ekkert leim.. á svona stell,dúk og eins ljós
Fallegt og sniðugt hjá þér einsog alltaf!
Plastdúkar eru bara flottir….sérstaklega þegar maður á litla herramenn sem þurfa að nota allt borðið, golfið og stundum veggina líka þegar er verið að fá sér eitthvað gott að borða

mér finnst fuglabúrið yndislegt…væri alveg til í eitt svona á borðið mitt
kveðja,Margrét
Fallegt borðskreytingin hjá þer!
Rosalega fallegt hjá þér, er græn af öfund
Fuglabúrið er æði og já bara allt! Dúkurinn rosa sætur og alls ekki leim 
kv Jóhanna
Langt frá því að vera leim – allt rosa flott. Mig langar alltaf í allt “alveg eins” og þú
Kv. Karítas
Plastdúkar eru sko bara töff
Ég er búin að fara í Tiger og fjárfesta í fallegu kertastjökunum
kv
Kristín Vald
mér finnst plastdúkar “table safer” þar sem ég er með borð sem þarf að olíubera (fékk mér það semsagt áður en að ég eignaðist prinsinn minn hehe) Ég á alltaf 2-3 dúka í einu, fékk mér reyndar núna sem má þvo í þvottavél í rúmfó í stíl við nýju gardínurnar í ný-uppgerða eldhúsinu mínu
Lífið verður einfaldlega svo mikið léttara við þetta 
Mig langar ósköpin í öll í svona bakka eins og þú ert með til að geta verið með fallegar borðskreytingar, hvar varstu svo heppin að fá þinn, ef ég má spyrja ?
kveðja
Kristín S
Sæl Kristín
Bakkinn minn fékkst í 1928 fyrir margt löngu síðan, en það er til svipaður í Ilvu á Korputorgi, bæði í hvítu og brúnu og kostar tæpar 3000kr
http://ilva.is/?module=shop&prodId=940000677&catId=&subCatId=
kv.
Meiriháttar
Takk kærlega fyrir þetta, geri mér ferð í ILVU
kv. Kristín S
þú ert snillingur.
Ég var búin að ná mér í svona flotta blómakertastjaka í Tiger af því að ég sá þá hjá þér, núna verð ég að skella mér í europris að kíkja á svona skál, algjört æði. svo er plastdúkurinn alveg eins og ég sá hjá beach cottage en hún gerði upp vinnuborðið sitt svo snilldarlega með svona dúk og það var hugmynd sem ég ætlaði að nota á vinnuborðið mitt. þá er borðplatan klædd með dúknum í staðinn fyrir að mála hana, einfalt og mjög auðvelt í þrifum
Alltaf jafn gaman og gagnlegt að skoða bloggið þitt
kveðja Stina
ohh alltaf svo fínt og sneddí hjá þér
-Helga Þöll
Mjög flott hjá þér …hvar fékkstu eggin sem hanga í ljósinu
Kveðja
Solla
Sæl Solla, eggin eru frá því fyrir löngu síðan – voru fengin sem sýnishorn í heildsölu en aldrei flutt inn :S Sowwy!