Stundum er bara gaman að gera hálsfestar – og sit ég núna á kvöldin við þessa iðju 
Elskan hún mamma mín er búin að vera að búa til svo fallegar hálsfestar og ég smitaðist af hennar bakteríu
Sem er kannski ekkert skrítið þar sem að ég hef nú allt mitt skreyti- og puntugen beint frá henni. Heima hjá okkur í “gamla daga” var alltaf svo fallegt og ég man eftir að vera bara smá síli (í barnaskóla) og hversu stolt ég var af heimilinu mínu – það var hún mamma.
Elska þig lille mor ♥
Vááá varst þú að gera þessar hálsfestar??Ekkert smá fallegar,langar sjúklega í þessa hvítu á efstu myndinni eða glæru kúluna fyrir neðan
Kv Sigga Dóra
Geggjaðar…er hún að selja ? Mér finnst þessi með hvítu perlunni geggjuð flott
Kv.´Margrét
Þessar hálsfestar eru yndislegar hjá þér!
Þetta er ekkert smá flott hjá þér!! Fylgist með síðunni en kvitta ekkert oft!! Léleg.. En endilega haltu áfram með þetta skemmtilega blogg:)
Takk takk