Ýmsar smáhugmyndir…

…héðan og þaðan!
Meiri pallettuást, sagaðar í sundur og málaðar – luvsit!
og nánar, og ekki spillir trékassinn fyrir… 

klemmukrans, líka sniðug hugmynd fyrir jólakortin….

nota klemmur í fleira en að hengja upp föt – og skreyta þær…

hey – af hverju að setja barahöfðagaflinn bara rétt fyrir ofan rúmið, haldið bara áfram….

það er nú ekki gaman að þvo, en örugglega skemmtilegra ef maður skreytir þvottavélina, t.d. bara með vegglímmiðum

fleiri pallettuhugmyndir…

mála hurðar með krítarmálningu – ferlega sniðugt..

gamlir trékassar, endalausar hugmyndir….

af hverju að snúa vösum og glösum rétt??
Hugsa út fyrir kassann 🙂

setja gardínustangir í kringum kojurnar….

og þannig verður til ævintýralegt rými…

auðvelt að útbúa og dásemd í barnaherbergið….

þetta finnst mér snilld fyrir þá sem eru með mikið af kryddjurtum, Hæ Vala :),
mála bara pottana og skrifa á þá, eða festa á þá flotta miða með heitum jurtanna…

krítartöflur úr gömlum römmum, nota bara bakhliðina og mála hana með kírtarmálningu…

veggfóðra og/eða mála bakhliðar í hillum….. 

Vona að þetta nýtist einhverjum 🙂
Myndir via google

Þú gætir einnig haft áhuga á:

5 comments for “Ýmsar smáhugmyndir…

  1. Anonymous
    28.04.2011 at 12:25

    Skemmtilegt bloggið þitt, kíki reglulega á það til að fá innblástur! Kveðja Svava

  2. Anonymous
    28.04.2011 at 13:16

    Þvílíkt hugmyndaflug. Þetta er geggjuð síða hjá þér og gaman að skoða.

  3. Svanhvít
    28.04.2011 at 15:26

    Ég kíki reglulega á bloggið þitt og það er alltaf jafn gaman að sjá hvaða hugmyndir þú færð. Þú ert svo sannarlega fagurkeri 🙂 Mig langaði nú að spyrja þig að einu. Ég ætla að hressa upp á ósköp venjulegan Ikea viðarspegil með því að spreyja hann í fallegum lit. Hefur þú verið að spreyja við? Hvar er best að kaupa spreyin sem þú hefur verið að nota?

  4. Anonymous
    28.04.2011 at 16:29

    Gaman að skoða þetta !
    Langaði líka til að benda þér á flotta blómapotta sem ég sá í Ikea. Ekkert ósvipaðir og PB föturnar og örugglega hægt að “poppa” þá eitthvað upp ef maður vill 🙂 Til nokkrar stærðir. Ég var að spá í að taka t.d. litla og nota undir liti í kryddhillunni frá þeim.
    http://www.ikea.is/products/13429
    http://www.ikea.is/products/13259
    http://www.ikea.is/products/13252
    http://www.ikea.is/products/13384

    kv. Gulla sem kíkir reglulega inn á bloggið

  5. Anonymous
    29.04.2011 at 22:58

    Sæta knús á þig
    kv
    Vala Sig

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *