…svo er nú það að konur sem sanka að sér of mikið af gullum, þær þurfa að ritskoða. Ég lenti í því núna um daginn, var að horfa inn í stofu og úbbs, það var komið alltof mikið í hilluna góðu…
…og í hornið – sama sagan…
…því er ekkert annað að gera en draga frá, taka burtu og einfalda.
Held að ég hafi aldrei sýnt ykkur þessa gömlu leður læknatösku sem ég fann í Nytjamarkaði eitt sinn, og hún stendur einmitt í hillunni og geymir hitt og þetta, svona á milli þess að ég stilli því upp…
…einmitt svona…
…og á bakvið sófann er, eins og áður hefur verið sagt, fullt af tímaritum og bókum…
…og herra minn trúr, ástandið á heimilinu þegar maður er að þessu brasi!
Ég get líka aldrei verið bara í einu í einu, og þetta er ekki bara dótið úr hillunni – heldur úr hinum og þessum hillum og borðum. Þjáist hugsanlega af einhverjum skreytingarlegumathyglisbrest?!?
…og að ritskoðun lokinni. Þá var ástandið svona…
…og mjög svo gott þegar það er búið að einfalda allt örlítið og létta á…
…að vísu var blessað stofuborðið hálfberrassað og átti eftir að fá smá yfirhalningu…
…ég fékk þennan dásemdarkross núna um daginn í Húsi Fiðrildanna, og mér finnst hann endalaust fallegur…
…og Pínurnar góðu fengu að halda glerkúplinum sínum…
…og gamli klukkukassinn fær að halda sínum heiðursstað í stofunni, enda mikið uppáhalds. Ásamt Festivo-stjökunum sem eru líka uppáhalds…
…og ég er, eins og sést, mikið fyrir að afmarka svæði með bókum og stilla upp ofan á þeim…
…glæri lampinn kom úr jólafríinu sem hann er búin að vera í…
…og þetta er smá uppáhalds. Gamlar upprúllaðar blaðsíður notaðar inni í honum. Þetta er líka skemmtilegt til þess að nota í glerboxum og glerkúplum, einfalt og flott…
…svo til þess að fá “pop of color” og smá páska – þá fengu gulir túllar og litla páskaliljur að njóta sín á stofuborðinu…
…og stundum er það einmitt það sem þarf…
…smá svona auka, til þess að gefa rýminu líf og lit…
…elska síðan að blanda smá svona grófu og fínu saman – það verður oft fallegasta blandan úr því…
…og þetta var stofurúnturinn í dag!
Vona að þið fáið kannski einhverjar hugmyndir frá þessu, og í það minnsta hafið haft gaman af.
Gleðilega stutta vinnuviku og knúsar ❤
ps. þætti vænt um að þið mynduð smella á like-hnappinn ef þið höfðuð gaman af póstinum!
Allt annað og miklu betra…ekki það að hitt hafi verið neitt slæmt 🙂
Gleðilega stutta vinnuviku 😀 Knús í hús!
Kannast vid thetta. Madur er sifellt ad faera til og vesenast og erfitt ad halda ser vid eitt i einu. Svei mer ef thessi Omaggio vasi er ekki ad heilla mig….Kiktu a mina version a blogginu i dag. Knus i Hus
Kannast sko vel við svona athyglisbrest…þarf alltaf að gera allt í einu og húsið verður svooo miklu verra áður en það verður betra 😉
Páskakveðjur!
Hvað gerirðu við allt þetta sem þú varst að decluttera?
Ég er farin að standa mig að því að hreinlega henda fullt af dóti eða gefa í nytjamarkaði vegna skorts á geymsluplássi… finnst hálfpartinn slæmt að vera að henda svona og væri skárra að koma þá bara í verð og var að spá hvort þú værir að selja svona á einhverjum ákveðnum síðum?
Ég hef stundum selt inni á Skreytum Hús söluhópnum, en annars er ég með góða geymslu sem tekur vel við (ennþá). Annars er ég að reyna að mana mig í að halda bílskúrssölu núna í vor 🙂