…get ekki hætt og held því bara áfram 🙂
Glöggir tóku eftir aukahlutum á myndunum með vintage eggjunum, hérna um daginn!
Kíkjum nánar á það og að sjálfsögðu er ég enn með blessaðan ríspappírinn frá A4 (ps. ég var greinilega afskastamikil þennan daginn)…
…og ég notaði Vintage málninguna, líka frá A4…
…síðan var það þessi bakki sem ég keypti á einn rauðann í Góða…
…plain bakki sem var barasta ágætur til síns brúks…
…en ófriðarseggurinn hún ég, tók hann og málaði gráan með vintage málningunni…
…hrifin af þessum lit…
…notaði bara svona venjulegabursta…
…síðan dúmpaði ég honum ofan í dökkgráa málningu, og þurrkaði síðan í tissjú þannig að þetta var næstum þurrt…
…síðan þurrburstaði ég yfir bakkann, til þess að fá svona vintage fíling á hann…
…bara svona hér og þar, eftir því hvað mér fannst fallegt…
…tók síðan Home Sweet Home, sem er á ríspappírsörk með fuglamyndum og reif það út…
…smá Mod Podge yfir og undir og þetta er pikkfast á, síðan þurrburstaði ég aðeins yfir það líka – til þess að þetta passaði allt saman…
…Home Sweet Home…
…og la voila, nýr bakki…
…síðan, svona að gamni. Þá er oft verið að gefa bækur hjá Nytjamarkaði ABC. Þær standa bara í innkaupakerru fyrir utan.
Ég tók þrjár og málaði þær að utan í fallegum tónum…
…tók síðan þá sem var minnst og setti þennan ríspappír framan á hana. Fannst þessi of fallegur til þess að rífa niður í frumeindir á eggin – myndin var of stór í það…
…svona erum við snjallar stúlkur 🙂
…smá snæri – og þá ertu komin með skemmtilegan hlut í uppstillingar. Eða undir glerkúpla, eða – þú bara lætur ímyndunaraflið leiða þig á réttan stað…
..og þannig er það nú…
…það er sem sé sýnt og sannað, að það er hægt að leika sér endalaust með þetta allt saman…
…ég er nú líka búin að sjá inni á Skreytum Hús hópnum að þið eruð margar hverjar búnar að gera dásemdaregg, og nú er bara að fara að finna til bakka og bækur og og og og 🙂
…góða og gleðilega helgi elskurnar!
Njótið þess að föndra og gera eitthvað skemmtilegt ❤
Hér er enn hægt að taka þátt í gjafaleik með ríspappír (smella hér)!
ps. þætti vænt um að þið mynduð smella á like-hnappinn ef þið höfðuð gaman af póstinum!
Akkurat! hef verið með augun opin að athuga hvort ég sæi þennan bakka einhversstaðar 😉 Hann er mjög flottur, vantar einn 😉
Þetta er æðislegt hjá þér!! Ein spurning varðandi rispappírinn er hann alveg örþunnur? Næstum gegnsær?
Takk fyrir 🙂
Já hann er fremur þunnur, svoldið svona eins og ysta lagið á servéttu, kannski aðeins þykkari 🙂
Sælar. Mig langaði til að benda ykkur á aðra aðferð við að setja svona texta á hluti, ef þið hafið áhuga 🙂 Það er það sem kallast ,,image transfer”. Það virkar þannig að maður prentar t.d. svona texta á venjulegan pappír, þarf að passa að það sé laser prentari (eins og flestir prentarar eru í dag) og passa að snúa textanum við. Notið sérstakt lím sem þið málið ofan á blaðið. Það fæst í Verkfæralagernum og heitir Reeves gloss gel medium. Leggið það svo ofan á hlutinn og látið þorna (tekur kannski 30-60 mín, hægt að leggja ofan á ofn til að flýta fyrir) og svo notar maður örlitla bleytu til að nudda af pappírinn.
Hægt að sjá hér:
https://www.youtube.com/watch?v=eN89-ceFJ-U
Vá!! Þarf greinilega að ná mér í svona ríspappír….gestabók sem ég ætla að gera sem að þarf nauðsynlega á svona myndum að halda 😛
Rosalega flott, bæði bókin og bakkinn! 🙂
Þú hefur greinilega verið í ham! En bakkinn er fallegur og bókahugmyndin er algjör snilld!