Pínulítið hallæris"verkefni"….

….sem ég var á báðum áttum með að setja hingað inn.  Þetta er ekki neitt, neitt en gæti kannski gefið einhverjum ágætishugmynd.
Er að vinna að því þessa dagana að endurskipuleggja og laga til í skrifstofunni okkar.  Fjúfff, það er sko ekki skemmtilegt jobb.
Dóttir mín er með sína aðstöðu þarna inni og eitt af því sem að þarf alltaf að vera nóg af eru geymslukassar. 
Ég skundaði því í Ikea og keypti 5stk af hvítum einföldum kössum sem að kostuðu 295kr.
Síðan átti ég vegglímmiða sem að ég keypti í Tiger fyrir einhverjum síðan og bara…..
….og þetta flókna verkefni fól í sér að klístra límmiðunum á kassana, setti þunga hluti sitt hvoru megin sem að héldu þeim föstum.  Síðan skar ég bara á milli með dúkahníf…

  sko – ég sagði að þetta væri hallærisverkefni og þið verið bara að afsaka að ég er að henda þessu hérna inn 🙂
…og svona kom þetta út að lokum 🙂
Hægt að útfæra á ýmsan hátt og vonandi hafa gaman af!

Þú gætir einnig haft áhuga á:

13 comments for “Pínulítið hallæris"verkefni"….

  1. Anonymous
    10.05.2011 at 09:15

    Þetta er algjör snilld og ekkert hallærisverkefni!

    Kv.Hjördís

  2. Anonymous
    10.05.2011 at 10:12

    Mér finnst þetta æði! endilega setja fleiri svona einfaldar hugmyndir inn 🙂 svooo gaman!
    Kveðja, Alma.

  3. Anonymous
    10.05.2011 at 11:18

    Þetta er mjög flott og frábær hugmynd hjá þér. Sé jafnvel fyrir mér að ég gæti gert eitthvað svona !

  4. Anonymous
    10.05.2011 at 11:33

    Mér finnst þetta æði : )
    Ætli þessir límmiðar séu enn til í Tiger? Þessi ugla er svo flott ; )

    Kv. Hildur Rut

  5. Anonymous
    10.05.2011 at 11:36

    Talandi um skrifstofu-skipulag….þá er það einmitt það sem ég þarf að gera og hef ekki lagt í. Ef þú lumar á fleiri góðum hugmyndum máttu endilega deila þeim, sérstaklega varðandi bókahillur : ) Sé þetta einmitt fyrir mér að muni líta vel út í bókahillunni.

    Kv. Hildur Rut

  6. Anonymous
    10.05.2011 at 12:33

    Nákvæmlega…ekkert hallærislegt við þetta, bara töff og kúl !!

    kv
    Kristín Vald

  7. 10.05.2011 at 16:45

    Frábær hugmynd hjá þér og gjörbreytir boxunum. Þetta er einmitt það sem fólk vill finna á netinu eitthvað sem það sér að er nógu einfalt til að það geti gert það sjálft.
    Kveðja Adda

  8. Anonymous
    10.05.2011 at 17:38

    Aaaaalveg magnað 🙂 Svo einfalt en skemmtilegt, eitthvað sem hægt er að útfæra á milljón vegu 😀

    Kv. Hrund

  9. 10.05.2011 at 19:32

    vá sko ekki hallærislegt, ferlega flott. Það eru svona hlutir sem gaman er að skoða…. og flestir geta gert líka 🙂

  10. Anonymous
    10.05.2011 at 21:48

    Þetta er stórsniðugt, litlu hlutirnir skipta sko miklu máli.
    Kveðja Guðrún H.

  11. Anonymous
    10.05.2011 at 21:53

    þetta er snilld 🙂

  12. 11.05.2011 at 21:23

    Æðislegt … Ferlega gaman að skoða bloggið þitt 🙂 ! … Hefuru séð þessa miða nýlega í Tiger? Eða veistu hvar er hægt að kaupa svona límmiða, á góðu verði.

  13. 11.05.2011 at 22:32

    Takk fyrir öll þessi komment 🙂 Knúsar til ykkar!

    Það er rúmur mánuður síðan að límmiðarnir fengust en þeir koma örugglega aftur.

    Svo fást oft alls konar fleiri týpur í Tiger, líka í Söstrene, stundum Rúmfó og svo fleiri stöðum.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *