…sem myndi flokkast undir hallærisverkefni, en það olli svo mikilli lukku að ég hendi þessu bara inn með bros á vör, sól í hjarta, og titrandi fingur (útskýrist síðar í póstinum).
Eins og áður sagði þá er ég að vinna í blessaðri skrifstofunni okkar. Þetta er sko ekkert risaherbergi en það er sko risamikið að stöffi sem að leynist í svona vinnuherbergi. Við erum með hillur þarna inni, tölvuborð og gestarúm (HæIngveldur:) – og svo er 5 ára athafnakonan okkar með sína skreytiaðstöðu þarna. Þar er perlað, litað, málað, klippt og þar fram eftir götum.
Ég er ekkert að mála herbergið eða í neinu stórvægilegu, þetta er meira svona skipulags og snyrtivinna 🙂
Þess vegna eru pappabox, töskur og pyngjur stór hluti af þessari aðgerð. Því fannst mér synd að henda þessu perluboxi sem að var tómt.
Svo um daginn fór ég í Rúmfó og fann þar Krítartöflulímveggfóður – ef þið skiljið hvað ég meina!
Þetta er nú pínulítil snilld. Límrenningarnir eru 45×145 cm og 3 stk í pakkanum.
Kostaði 490kr rúllan.
…og svo
…síðan
..og það varð svona! 🙂
Það eru smá loftbólur undir en ég nennti ekki að taka þetta af og laga til – af því að þetta er nú bara svona testbox.
…og nú kemur skýringin á tirtrandi fingrum.
Boxið var sko ekki tómt, heldur sorteraði ég upp úr því, og fleirum til!
Jeminn, sennilegast bilaðasta verkefnið sem að ég hef tekið mér fyrir hendur..
..mæli ekki með þessu verkefni :-S
En yfir í eitthvað skemmtilegra, þá ákvað ég nota krítarlímmiðann á pappabox líka…
…og það var bara snilld
…og ekkert mál að þurrka af þessu og teikna eitthvað annað í staðinn 🙂
Pínulítið mikið gaman, ekki satt? 🙂
Þessi ummæli hafa verið fjarlægð af höfundi.
já sæll hvað þetta er mikil snild.
og ómæ þú dugleg að nenna að flokka perlurnar hihi
Ótrúlega flott all sem þú tekur þér fyrir hendur, líka þessi svokölluðu “hallærisverkefni”.
Ég er búin að liggja yfir blogginu þín og skoða alla póstana og fá allt of mikið af hugmyndum, veit varla hvar ég á að byrja.
En langar að forvitnast hvaðan er þessi mini “kommóða” fyrir perlurnar? Stelpunni minni þætti æði að fá sínar svona sorteraðar.
Mjög skemmtileg síða hjá þér, gangi þér vel og hlakka til að fygjast með þér í framtíðinni, kær kveðja Erna Svala
frábær hugmynd 🙂 alveg komin á fullt að hugsa hvað ég gæti notað svona krítarlímmiða í 🙂 svo flottir
kv. Bryndís
sniðugt frú snilli!
HAHAHAH, þú ert greinilega jafn klikkuð og ég að sortera perlur 🙂 ótrúlega klikkað að gera þetta, en ótrúlega gaman að sjá þetta þegar að verkefnið er búið.
Mjög flottir þessir krítarlímmiðar greinilega og margt sem er hægt að gera flott með þeim 🙂
kveðja
Kristín S
Brilliant hugmynd, kemur flott út.
Kv. Auður.