#1 – Kökudiskur….

…æji blessaður kökudiskurinn minn.
Þessi var keyptur í Ikea 2008 og er, held ég alveg örugglega, ekki lengur fáanlegur.  Einn af mínum uppáhaldshlutum og hefur átt sinn heiðursstað í eldhúsinu síðan að við fluttum inn.  Síðan var það eins og gengur og gerist að óhöpp verða og kökudiskurinn missti fótinn.  Síðan er hann búin að liggja inni í  bílskúr af því að ég tímdi ekki að henda honum strax (ein í afneitun að diskurinn hafi brotnað).  Lokið hefur verið mælt og stöðugt verið að leita að disk sem að það gæti passað á, en so far, no luck!
Síðan gerist það dag einn, þegar að ég er að brölta í bílskúrnum, að ég rekst á gamlan kertastjaka sem er ekki lengur uppi við hjá mér.  Hann var svona djúpur ofan á þannig að brotið sem að stóð neðan úr diskinum passaði ofaní.
….og ég varð bara sannfærð umm að þessir tveir gætu orðið svo góðir vinir og átt í farsælu sambandi um ókomna tíð…
…bóndinn varð ekki jafn sannfærður en engu að síður þá lofaði hann að finna úber-súber-sterka límið þegað ég væri búin að galdra þetta eins og ég vildi…
…hér sést vel hvernig brotið var neðan á diskinum og sú staðreynd að ég ákvað að verða pínu wild, og spreyja þetta svart!!  Vóóóó, hvítur hefði legið beinast við en mér fannst fínt að vera ævintýragjörn í þessu öllu…
…og þannig varð diskurinn minn svona
…og í fullum skrúða svona
…er voða kát með hann svona svartann, þetta er skemmtilegur kontrast við hvíta borðplötuna – en spila samt vel við svörtu röndina og svörtu hilluna
…hvað segið þið?
..erum við sátt við þetta save?
Annars hefði hann sennilegast bara farið í ruslið greyjið!
PS  Gleymdi að segja, ég spreyjaði diskinn bara undir, þannig að ofan á er bara venjulega gleráferðin og því “hættulaust” að bera fram mat og kökur á honum.  Ekkert unnin undir og bara eitthvað Húsósprey 🙂

20 comments for “#1 – Kökudiskur….

  1. Anonymous
    30.05.2011 at 09:01

    Rosalega flott hjá þér!

    Kv.Hjördís

  2. Anonymous
    30.05.2011 at 09:25

    Ótrúlega flott hjá þér 🙂
    Kveðja Guðrún H.

  3. 30.05.2011 at 09:51

    já sæll hvað þetta er flottur diskur…. en er ekkert mál að spreyja gler? notar þú eitthvað sérstakt sprey eða grunn?

  4. Anonymous
    30.05.2011 at 10:56

    WOW, verð að segja að mér finnst hann flottari núna en hann var fyrir.
    kv.Valdís

  5. Anonymous
    30.05.2011 at 11:59

    æðislegur!!!!!!

    kv. Bryndís

  6. 30.05.2011 at 12:03

    Þetta er svakalega flott hjá þér einsog allt annað Dossa mín. Þú ert snillingur! 🙂

  7. Auður
    30.05.2011 at 13:11

    þetta er snilld 🙂 kv.Auður

  8. Anonymous
    30.05.2011 at 15:53

    OMG hvað hann er Fallegur 🙂

    kv Jóhanna

  9. Anonymous
    30.05.2011 at 17:17

    Vá hvað hann er flottur. En ég er að hugsa um að spreyja trébakka sem ég á,þarf ég að nota eitthvað sérstakt sprey til þess að það sé óhætt að setja mat ofná??? Eða er það bara ekki hægt??

    Kolla

  10. Anonymous
    30.05.2011 at 18:56

    Snillingur, hann er miklu flottari svona!!

    knús,
    Helena

  11. Anonymous
    30.05.2011 at 20:06

    vel heppnað 🙂

    kveðja, Kristín S

  12. Anonymous
    30.05.2011 at 21:23

    Þú ert náttúrulega bara snilingur kona góð 🙂 Knús og kram. Kv. Margrét Arna

  13. Anonymous
    30.05.2011 at 22:05

    Flott ! Hvort notaðir þú matt eða glansandi spreyið úr Húsasmiðjunni?

  14. Anonymous
    30.05.2011 at 22:29

    Þú ert alveg ótrúleg Soffía, ótrúlega flott hjá þér. Bestu kveðjur Vilborg

  15. Anonymous
    30.05.2011 at 23:17

    Snilli minn Kv Vala Sig

  16. Anonymous
    01.06.2011 at 20:34

    Luv it, geggjaður. Þú ert algjör snilli 😉
    Kv. Auður.

  17. Anna
    21.08.2013 at 22:30

    ótrúlega fínn og flottur, þú ert algjör snillingur í þessu! Hef lengi ætlað að spyrja þig varðandi “glerkúpla” svona háa sem hægt er að setja eitthvað fallegt undir. Veistu hvar er best að fá svoleiðis á Íslandi á ágætis prís? Ekki væri verra ef einhver fallegur diskur væri með undir t.d .úr tré 🙂

  18. Anonymous
    21.08.2013 at 23:07

    Þessi kökudiskur með glerkúpli fæst í IKEA á 2.690 kr 🙂

  19. Hrafnhildur Ólafs
    22.08.2013 at 06:14

    Hrikalega flott save! 🙂

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *