#3 – Krukkuljós…

…hér eru til glerkrukkur undan barnamat, og fremur mikið af þeim.  Megnið fer í leikskólann hjá dömunni og þar fá krakkarnir að föndra úr þeim.  En núna ákvað ég að gera smá tilraun á þeim hérna heima…
…keypti límmiða stjörnur og límdi á krukkuna
þegar að búið var að spreyja þá leit þetta svona út
(gott tips: notaði síðan sömu stjörnurnar á næstu krukku – spara spara 🙂

…önnur týpa var að setja borða utan um og spreyja síðan

…þetta er sem sé bara spurning um hvernig manni langar að skreyta krukkurnar,
möguleikarnir eru endalausir 🙂

…notaði krítarlímmiðana (sjá hér) og teiknaði á þá blóm og klippti út,
límdi á krukkuna og svo meira sprey

…gæti líka verið skemmtilegt að klippa út bókstafi eða tölustafi, og svo er þess vegna hægt að sleppa að spreyja – nota bara svörtu blómin til að skreyta!

10 comments for “#3 – Krukkuljós…

  1. 01.06.2011 at 09:17

    vá þetta er geggjuð hugmynd… ég sem ætlaði að fara að taka til í glerkrukkunum og HENDA, ætla að skella mér í þetta verkefni 🙂

  2. Anonymous
    01.06.2011 at 10:14

    En frábært!! ekkert lítið sniðug hugmynd og smart 🙂
    STÓRT LÆK á þetta!
    kv.
    Ragnhildur

  3. 01.06.2011 at 10:16

    Sniðug og skemmtileg hugmynd 🙂

  4. Anonymous
    01.06.2011 at 11:12

    Frábærlega skemmtileg hugmynd 🙂 gæti líka verið sniðugt að kaupa pínu þykkan vír og vefja utan um efst og búa svo til krók og hengja í tré í garðinum 😉 og spreyja svo í allskonar litum !
    kv, Alma.

  5. Anonymous
    01.06.2011 at 13:14

    Hæ rosalega fallegar krukkurnar hjá þér 🙂

    Hvernig sprey ertu að nota á þetta ??

    kv Anna Sigga

  6. 01.06.2011 at 17:47

    Er að nota ColorWorks sprey frá Europris, Semigloss White no.938531

  7. Anonymous
    01.06.2011 at 20:05

    æðislegt hjá þér… svo flott og sniðug hugmynd!!!! á eftir að sakna þess að lesa bloggið þitt næstu vikurnar…

    kv. Bryndís

  8. Anonymous
    01.06.2011 at 20:39

    Geggjuð ljós, Pottery Barn hvað 😉
    Kv. Auður.

  9. Anonymous
    02.06.2011 at 09:48

    Þú er svo mikill snillingur Soffía.

    Kolbrún

  10. Anonymous
    07.06.2011 at 21:09

    Takk fyrir þetta því miður átti Europris ekki nákvæmlega þennan lit svo eg tók annan lit sem er meira rjómalitaður. Veit ekki ennþá hvernig það kemur út hjá mér enda ekki búin að prufa 🙂

    Hlakka ekkert smá til að sjá útkomuna.

    kv AS

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *