#4 og #5……jafnvel #6 og #7

…og þar sem að ég er búin að vera að díla við Billy-bókaskápinn minn frá Ikea, þá er þetta búið að vera þemalag framkvæmdanna 🙂
…hér er eru sem sé skrifstofuhillurnar eins og þær voru áður, kannski ekkert svo slæmt ástand en ekkert til þess að æpa húrra yfir…
…Mig langaði svo að fá smá meiri litatóna inn í herbergið og fann þess vegna þessar flekagardýnur og þettan Duni, bréflöber/renning… 

mér fannst þetta passa vel með brúnu tónunum sem fyrir voru í herberginu….

…og eftir smá pælingar þá kom þetta #4, renningur settur í bakið á skápnum

…sko kostir og gallar, mér fannst þetta koma skemmtilega út, efnið gaf lit en ekki of agressívan, en gallarnir voru fleiri en kostirnir.  Sjáið til að þar sem að þetta er borðrenningur þá var ekki hægt að festa þetta almennilega, þrátt fyrir double teip.  Það fór alveg skelfilega í taugarnar á mér að sá í lím eða svoleiðis vesen.  Þannig að þessi lausn var kvödd, bæbæ

…#5 þá datt mér í hug krítarlímmiða renningurinn úr Rúmfó, hvernig væri að setja renning niður hilluna og þá var þetta svona:

…kostir: bóndinn getur fundið hlutina auðveldlega, það stendur beint fyrir framan hann
gallar: var ekki að fíla þetta

…samanburður

x-ið sýnir línurnar sem að fóru m.a. í taugarnar á mér

…#6 ákvað að mála hillurnar að innan

þetta er sami liturinn og á veggnum, og lengi vel var ég að pæla í að mála svona föl, græn bláann.  En þar sem að ég átti fötu af brúna og er óþolinmóðust í heimi, þá bara skellti ég honum á – það má alltaf mála yfir 😉

og þá leit þetta svona út…

en skyndilega laust eldingu í hausinn á mér……
sjáið þið muninn??

og þá fæddist #7, ég átti enn krítarlímmiðann sem var prufukeyrður inn í aðra hilluna, skar hann niður í ræmur og límdi framan á hillurnar – hohoho

…hér sést hvernig brúninn kemur út, í nærmynd,
ég er frekar kát með svörtu línurnar, það er eins og einhver hafi litað augabrúnirnar – smá svona punktur yfir hið margumrædda i
og hér er hlið við hlið samanburður..

….meira innan skamms…

8 comments for “#4 og #5……jafnvel #6 og #7

  1. Anonymous
    03.06.2011 at 14:27

    Jiii en flott. Frábært að setja kant á hillurnar, ég á einmitt svona svartar Billy hillur og orðin vægast sagt þreytt á þeim. Kannski ég taki þig til fyrirmyndar.

    kv.Valdís

  2. 03.06.2011 at 15:37

    alveg rosalega flott, og svarti kanturinn er algjörlega punturinn yfir i-ið 🙂

  3. Anonymous
    03.06.2011 at 21:12

    Sæl,

    Gaman að þessu, sérstaklega að hafa tónlistina undir meðan maður skoðaði 😀 já það vantar svo sannarlega ekki hugmydnirnar hjá þér kona 😉 keep going !!

    kv AS

  4. Anonymous
    04.06.2011 at 11:14

    Vá hvað þetta er flott, svo flott að hafa hillurnar ekki alveg eins en samt í stíl. Og eeelska gíraffamyndarammann.
    Kv. Auður

  5. Anonymous
    10.06.2011 at 17:05

    Er alltaf að skoða bloggið þitt fullt af flottum hugmyndum 🙂
    Langar svo að spyrja þig hvar þú fékkst dúka renninginn?

  6. 10.06.2011 at 17:39

    Takk takk, dúka-renningurinn fékkst í Samkaupum á Miðvanginum í Hafnarfirði (af öllum stöðum 🙂 – var með 50% afslætti!

  7. Anonymous
    03.11.2011 at 17:43

    Hæhæ vá þetta er æðislegt hjá þér hvaða lit ertu með á veggnum hann er rosa flottur ég er alltaf að skoða bloggið þitt fullt af flottum hugmyndum :-)takk bara æðislega

  8. 03.11.2011 at 23:44

    Hæ nafnlaus og takk fyrir hrósið 🙂

    Fór út í bílskúr og fann fötuna, hér eru upplýsingarnar sem á henni standa:
    Nafn á lit: SkreytumHús-liturinn í Slippfélaginu.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *