…eða svona næstum!
Ég verð að segja að svona myndi ég vilja gera inn í krakkaherbergi. Mottan er frá Ikea og heitir Hampen, 80x80cm kostar 2.490kr en 133×195 kostar 6.990kr.
Uppskriftin að sveppunum er héðan og eru nákvæmar leiðbeiningar um saumaskapinn þar.
Sveppirnir eru síðan límdir með límbyssu á teppið en ef ég væri að útbúa þetta þá myndi ég hreinlega sauma þá niður í teppíð. Langeinfaldast!
Myndir og hugmynd fengin héðan!
Yndislega krúttlegt
Kv. Auður.
krúttlegt… sé alveg fyrir mér svona í strákaherbergið og svo koma traktorarnir og görfurnar þarna með
eða bóndabærin mjúki úr IKEA 
ég myndi festa þetta með frönskum rennilás, svona til að geta skipt út þegar að nýjar hugmyndir fæðast
kveðja
Kristín S