Lítið eitt…

…þarf stundum til!

Stundum þarf bara að finna einn einasta snaga í Góða, og la voila, málið er leyst…

02-2015-02-10-181454

…litla mini-gelgjan mín, og vinkonur hennar, kvörtuðu sáran yfir að þurfa að fara “alla leið” fram á bað til þess að kíkja á sig í spegli þegar þær voru að leika sér…

03-2015-02-10-181510

…það var því kjörið að setja gamlan spegil, sem ég keypti fyrir kannski 5 árum í Tiger, og skella honum á vegginn…

05-2015-02-10-181516

…og svo varð umræddur snagi, sem fannst í Góða, og fékk ekki neina með-í-ferð, heldur bara leit alveg svona út.  Sem fékk heiðurssæti beint undir rammanum…

08-2015-02-10-181617

…enda er hann fagur mjög, þetta krútt.  Dömur þurfa víst líka snaga fyrir töskur, veski, hálsfestar og annað slíkt.
Ágætis nýting að setja svona bara á bakvið hurðina…

09-2015-02-10-181618

…er líka sérlega kát með það að spegillinn er svona einfaldur, en samt sem áður með þessu svona mynstri á – og kallast svona skemmtilega á við ramman á veggnum hinum megin 🙂

Oftúlkanir og of miklar pælingar?  Eflaust, en maður má svoleiðis bara alveg…

07-2015-02-10-181600

…og enn og aftur sannast hin fornkveðna vísa:
“aldrei skal neinu henda,
því konan er á eilífu breytingarskeiði,
og kemur til með að nýta þetta að lokum.
Hana nú og amen!”

11-2015-02-10-181708

…stuttur var hann þessi póstur – en þeir geta víst ekki allir verið stórir, sumir eru bara pínu peð 🙂

01-2015-03-03-172604

ps. þætti vænt um að þið mynduð smella á like-hnappinn ef þið höfðuð gaman af póstinum!

3 comments for “Lítið eitt…

  1. Margrét Helga
    12.03.2015 at 08:13

    Vá! Geggjaður spegill og yndislegir snagar! Passa svo vel inn til dömurnar þinnar 🙂
    Og flottur póstur, því eins og segir í hinu fornkveðna: Stærðin skiptir ekki máli 😉

  2. Kolbrún
    12.03.2015 at 09:09

    Geggjaður snagi og mynstraður spegill er bara málið

  3. 12.03.2015 at 16:21

    Hello there Skreytumhus, I just put together a collage with super awesome inspiration on how to decorate with old windows on my blog Little Brags . I used a picture of yours with the source link back to you. Please come visit and if you do not want me to use your picture for any reason , please let me know and I will remove it asap. Thanks a bunch. Christine http://littlebrags.blogspot.com/2015/03/decorating-with-old-windows.html

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *