eru í góðri sprettu hér á heimagrundu!
Þetta er kollur sem að ég keypti inn í herbergi litla mannsins, ca 35 cm hár og alger draumur í dós…
…síðan fundust þessir tveir í bílskúrnum, frá mér þegar að ég var lítil minni stelpa, og nú er gaman að sjá hvort að einhver hér man frá hvaða fígúrum þessir koma 
…mér finnast þeir bara sætir
…og svona líka kátir í félagsskap með “stóra bróður”
…síðan fékk hann þessa líka sætu uglu að gjöf
…krúttupúttudúllurass 
Hvar fékkstu þennan sæta svepp ?
Kv,
Jóna
Kollurinn er bara æði! Hvar fékkstu þennan koll? Til hamingju með litla manninn í gær.
Kv.Hjördís
vá geggjaður kollur og uglan er æði
Sveppurinn fékkst í heildsölu, ég hringdi og kannaði og þeir hafa bara verið seldir á Stykkishólm og í Ólafsvík :S
Takk fyrir kommentin*knús
Ógó sætir
ps.gamla fairies/álfaserían – have seen them before…..
hvar fæst þessi æðislega ugla ? kveðja Aua
Sæl Aua, þetta yndislega Uglukrútt kom sem gjöf frá USA, veit því miður ekki meir
Eru litlu sveppirnir úr Smjattpöttunum? Hringja einhverjum bjöllum en samt er ég ekki alveg að kveikja.
Ég er líka sveppasjúk þessa dagana, ætla að hekla sveppi fyrir litlu mína
Kv, Rakel
Hæ Rakel, þetta fylgdi með Blómálfum sem voru til hérna 80-og-eitthvað, þeir voru með vængi sem var hægt að skipta um í stíl við kjólana þeirra og sveppir voru þeirra fylgihlutir. Ferlega sætt dót en ég er ekki að finna það á gúgglinu núna!
úúúú, heklaðir sveppir – hljómar vel