Stubbarnir mínir…

…eru mættir á svæðið!
Ekki þessir tveir…

og ekki bara litli stubbur…
heldur þessir sem minn elskulegi eiginmaður útbjó fyrir mig í dag ♥
sjáið til að mig langaði alltaf svo í svona trjákerti sem að fengust í Pottery Barn, og til að hella olíu á eldinn þá fékk Ella frænka mín sér svoleiðis seinast þegar við fórum saman.  Þannig að ég er alltaf að stara á kertin hennar með löngunaraugum og reyna að standast freistinguna að stinga þeim ofan í tösku/vasann/inn á mig :S
Kertin úr Pottery Barn…

Síðan dag einn þegar að við komum heim þá sá ég að nágranakonan mín hafði látið fella fullt af trjám í garðinum hjá sér og hún var svo elskuleg að leyfa mér að taka eina stóra smágrein með mér heim og núna…..la voila
…þetta verkefni fól í sér að saga niður spíturnar, finna bor sem að var passlegur fyrir sprittkerti og síðan að hamast við að ná upp úr því sem búið var að bora fyrir…
…ég er barasta skrambi kát með þetta, elska áferðina á viðnum – svo gaman að fá svona grófleikann á viðnum við hliðina á gleri og öðru punterí, andstæður, salt og pipar – gefa lífinu lit…

….aaaaaaaaaa, svo er bara að sannfæra elskuna mína um að gera slatta til viðbótar ♥

p.s. er svo ánægð með hallann á þeim, að hafa þetta meira svona “organic” heldur en alveg beint og skorið 🙂

3 comments for “Stubbarnir mínir…

  1. 01.07.2011 at 13:38

    Mjög fallegt!

  2. Anonymous
    01.07.2011 at 15:03

    þeir eru æðislegir!!! koma ekkert smá vel út og bara flottari en potterybarn útgáfan ef eitthvað er

    kv. Bryndís

  3. Anonymous
    02.07.2011 at 23:41

    Vá kertastjakarnir eru geggjaðir 🙂
    Kv. Auður

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *