….hún Alma setti inn fyrirspurn á Facebook-síðuna hjá Skreytum Hús og var að spyrja um sniðugar lausnir við geymslu á böngsum. Þetta er mjög svo algengt vandamál og ég held að í hvert sinn sem að fleiri en 2 bangsar eru geymdir saman þá þurfi helst að setja smokkapakka með þeim því að þeir virðast fjölga sér á ógnarhraða
dónar!
Ég gúgglaði þetta og fann svo sem bara þessar týbísku lausnir eins og að kaupa net – veiðum þá!…
setja upp einhverskonar band eða keðju í loftið og festa þá í – já einmitt sætt, hengjum bara greyjin….
eða að setja upp hillur meðfram lofti eða þar sem að þeir komast og raða þeim þar saman!
Síðan ákvað ég að setja bara inn mínar lausnir, eða það sem að ég hef notað í herbergjum krakkanna mínna.
Nr.1 – Geymslupokar!
Þessir koma frá Pottery Barn en þú gætir allt eins notað stórar körfur frá Ikea eða Rúmfó.
Mér finnast pokarnir æði því að þeir eru fallegir, og taka alveg þvílíkt mikið og síðan er bara að taka þá og sturta á gólfið þegar að löngun kemur að fara í bangsaleik…..eða ef það vantar bráðnauðsynlega þennan hvíta með bleiku slaufunni, nei ekki þennan, ekki þennan heldur og ekki þennan, já þessi nr 88 hvíti með bleiki slaufunni!
Nr. 2 – Skreyttu með þeim og stilltu þeim upp!
Flóknara er það nú ekki, ég hef alltaf notað bangsana hjá mínum krílum til þess að skreyta herbergin þeirra. Þetta er góð leið til þess að koma með skemmtilega liti inn í herbergin, til þess að gera þau fallegri og krakkarnir elska þá.
Raða böngsunum saman í grúbbur, þá verða þeir fallegri og þess vegna að henda saman t.d. öllum Hello Kitty sem að til eru.
Ef það er stóll inni í herbergi, skelltu einum bangsa í hann.
Rúmið, passaðu að það verði ekki þakið þessum skrípum – það er óþolandi að týna 20 bangsa úr rúminu en nokkrir eru bara sætir og mjúkir að sofa með.
Ég er með þetta hengi inni á baði fyrir bleiur litla mannsins og þar eru þessir þrír vinir, halda litla kallinum selskap á meðan skipt er og gleðja hann almennt 
Þannig er það nú, það er ótrúlegt hvað það kemur mikið inn af þessum elskulegu krúttböngsum en einhversstaðar þarf að koma þessu fyrir. Þessar lausnir hafa virkað fyrir mig og þannig eru ekki loðdýr flæðandi um öll gólf hérna – en ef einhver búa yfir sniðugum lausnum þá bara að láta ljós sitt skína í kommentunum, þau bíta ekki 
Flottar lausnir…! – Ég tók alla litlu bangsana hjá dóttur minni og saumaði í þá mislanga spotta, hengdi þá síðan upp á gardínustöng. Þetta var voða krúttlegt að sjá sem gardínu fyrir gluggann.
Kv. Eybjörg.
ég er einmitt þennan sæta frosk úr IKEA uppá vegg hjá mér, fullan af böngsum…..kemur vel út
kveðja
Kristín S
http://www.ikea.is/products/802
Svo skemmtileg síða hjá þér, skoða hana daglega þótt ég kommenti yfirleitt aldrei! Frábærar hugmyndir og fallegar myndir!
Kveðja
Hildur
frábær síða hjá þér, þú ert ekkert smá hugmyndarík og dugleg.. mig langar svo að vita hvaðan þetta sem hangir á handklæðaofninum er..
kv. Dóra Björk
Takk fyrir allar saman
Dóra Björk, hengið er keypt í Pottery barn kids í USA.
http://www.potterybarnkids.com
kv.Dossa