Mosakúlur….

…ég hef áður skrifað um vasafylli, eða sem sé tillögur að því sem hægt er að hafa í vösum og skálum.
Um daginn var ég í Blómavali og sá þar svo fallegar mosakúlur sem að flott væri að hafa í stóra diskinum sem ég er með á stofuborðinu (er venjulega með hnettina þar, en það er alltaf gott að breyta til :).
Kúlurnar kostuðu hins vegar um 3000kr og ég tímdi ekki að splæsa þeim á mig, sérstaklega þar sem að ég vil alltaf vera með oddatölu í öllum skreytingum (en verð að hafa jafnar tölur þegar að ég hækka og lækka í útvarpi – já ég er svona skrítin).
Svo um daginn var ég í föndurbúð og keypti mér þrjár frauðkúlur, í mismunandi stærðum…
…og þegar að ég var búin að leika mér að skreyta þær smávegis urðu þær svona…
…í þetta var notaður mosi, hreindýramosi (keyptur í kassavís, ekki týndur útivið), flatmosi (ekki týndur úti)…
…skrautvír og romannálar

…mosa stungið inn með romannálum = fluffy balls

…síðan víraður niður með skrautvír (af því að ég er glysgjörn og vill sjá glitta í sifurvírinn)

…tvær kúlur reiðubúnar til skreytingar

…þurrkuðum greinum vafið utan um hluta og síðan notaðir skrautdemantar

…gerviblóm á vír

..nokkur klippt af og stungið inn í minni kúluna, grúbbuð saman 1 – 2 og 3stk

…gervigreinar, nokkrar klipptar af

..og að lokum smá perluprjónum stungið saman við, ásamt fiðrildum 

…heimalagað hjarta úr vír

…fiðrildi eru endalaust falleg 

…finnst skemmtilegt hvernig að “grófleiki” mosakúlanna tengist saman við kransinn á sjónvarpsskápnum, og hvernig kúluformið tengist við kúlukertastjakann 🙂 

…best að taka það fram að litli maðurinn er ekki farin að labba um og kippa í hlutina sem að eru á borðinu, um leið og það gerist þá fara þessir þrír félagar hærra upp ( ekki gott að blanda saman demantanálum, mosa og börnunum – skrítið)

…meira grænt, tengir saman myndina, púðanna og nú borðskrautið
…alltaf gaman að koma með náttúruna aðeins inn 

svo er þetta elementið sem að ég skrifaði um daginn, að vera með grófleikann (í greinunum og mosanum) en fá samt bling-ið inn (demantar) – þetta svona surprice-dæmi, jewels of nature!

Annars er ég að spá í að minnka bloggið aðeins yfir sumartímann (nema að það verði kröftuglega mótmælt?!!?!) – geri ráð fyrir að flestir séu komnir í sumarfrí og gefi sér mun minni tíma til að lesa svona dagsdaglega 🙂

11 comments for “Mosakúlur….

  1. Anonymous
    06.07.2011 at 08:35

    Ó nei! ekki minka að blogga það er svo gaman að sjá hvað þú ert að gera fínt í kringum þig 🙂
    En auðvitað “hleypum” við þér í smá sumarfrí, ef þú endilega vilt 🙂

  2. Anonymous
    06.07.2011 at 09:06

    Rosalega flott hjá þér! Ekki minnka bloggið það er svo gaman að skoða bloggið þitt en já við getum kannski leyft þér smá sumarfrí;)

    Kv.Hjördís

  3. Anonymous
    06.07.2011 at 11:06

    Þú ert ótrúlega hugmyndarík,vildi að ég hefði smá af þessu 🙂
    Ekki minnka bloggið mjög mikið 🙂

  4. Anonymous
    06.07.2011 at 11:22

    Sammála öllu að ofan 🙂

  5. Anonymous
    06.07.2011 at 11:59

    Mótmæli kröftuglega 🙂 Alltaf hægt að gefa sér smá tíma í að lesa flott blogg eins og þitt.
    Kveðja,
    Svala

  6. 06.07.2011 at 12:17

    vá GEGGGGJJAAÐÐÐAR kúlur, ég slefa alveg yfir þeim haha
    ég vona að þú minnkir bloggið ekki mikið þar sem það er svo gaman og fróðlegt að kíkja hérna inn 🙂

  7. Anonymous
    06.07.2011 at 12:37

    ég kíki á bloggið þitt á hverjum degi en hef aldrei sett inn athugasemd 🙂 endilega haltu áfram að blogga í sumar en að sjálfsögðu skaltu kíkja í smá sumarfrí, það gerir bara öllum gott. frábært blogg hjá þér, eitt af mínum uppáhalds 😉

  8. 06.07.2011 at 12:44

    p.s.

    Kveðja Birna 😉

  9. Anonymous
    07.07.2011 at 12:52

    ég mótmæli líka! ég skoða á hverjum degi
    -Dísa

  10. Anonymous
    07.07.2011 at 23:46

    ÉG mótmæli – skoða alltaf en er léleg að kommenta. Skal bæta úr því 🙂

    Kv. Karítas

  11. Anonymous
    12.07.2011 at 10:08

    Frábær hugmynd, kemur svakalega vel út. Ætla að vera sammála hinum, finnst æði að skoða bloggið þitt, endilega haltu áfram að skrifa 🙂

    Kv. Gunna

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *