…og þar með er skrifstofan tilbúin ………….. í bili 🙂
Herbergið er sem sé í brúnum tónum og með smá ljósgrænbláum (teal) inn á milli.
Þannig að þessi flekagardína sem sést vinstra megin á myndinni passaði sérlega inn í dæmið…
Unga listakonan okkar er búin að vera sína aðstöðu í horninu á skrifstofunni/gestaherberginu.
En þar sem að hún er nú orðin 5 ára þá verður að segjast að borðið hennar (sem hún hefur átt síðan hún var 1 árs) var orðið of lítið fyrir hana.
…og eftir að hafa látið hana fá gamla “tölvuborðið” okkar, og fengið aftur gamlan trip trap stól, þá er hún komin með aðstöðu sem að hentar henni mun betur. Plús að það að bæta við gardínustöng og flekagardínum, þá var bara eins og herbergið fengi karakter-uppfærslu!
…ohhhh, eitt af því fáa sem að ég keypti fyrir þetta “próject” var þessi Barometer-lampi úr Ikea (nú á útsölu), hann var búin að vera lengi, lengi á óskalistanum mínum!
…ég hengdi upp klemmurnar úr Tiger á Billy-geisladiskarekkana, þannig að sú stutta getur verið með málverkasýningu á nýjustu verkunum um leið og þau verða til 🙂
…þessir þrír vinir eru nú komnir í náið sambýli
athugið að það eru linkar á hver og eitt verkefni, smellið á tölustafina
…ég er pínu mikið að elska hvernig ljósmyndin af lillunni minni endurspeglast af vegginum á móti!
….síðan í gær áskotnaðist mér þessi litli blái vasi, sem að amma mín átti áður!
Mér finnst hann vera punkturinn yfir i-ið 🙂
…hér sést síðan hallærismöppuverkefnið inni í hillunni, ásamt perluskúffunum (skrúfuskúffur frá Byko)
…og þessar “blúnduplastkörfur” glöddu mitt hjarta – vildi að ég hefði keypt fleiri 🙂
Athugið að þetta blogg er smellfullt af linkum á eldri verkefni og pósta 🙂
svaka flott , hvar fékkstu þetta flotta gardínuefni ? kveðja Aua
vá þetta er allt svo smart, finnst blái liturinn í flekanum æði
Þú ert bara yndi! Takk fyrir alla þessa flottu pósta og endilega haltu áfram að setja sem flesta, hugmyndirnar þínar eru frábærar og að framkvæma þær er að sjálfsögðu aðalmálið 🙂
Með kveðju, Guðrún
Hæ svaka flott, hvar fékkstu þessar blúnduplastkörfur ???
Elska síðuna þína! Er að innrétta íbúðina mína og hef notað bloggið þitt heilan helling…
Kv, Sara
Aua, flekarnir fengust í Europris, af öllum stöðum. Blúndukörfurnar voru síðan til í Rúmfó 🙂
Takk fyrir kommentin!
kv.Dossa
ok það leynist ýmislegt þar 🙂
Vá hvað þetta kemur vel út, geggjaðir gardinuflekarnir.
Kv. Auður.
Er langt síðan þú keyptir þessar körfur í Rúmfó? 😉
Hey nafnlaus 🙂 Körfurnar voru komnar aftur í Rúmfó seinasta þriðjudag. Keypti einmitt fleiri þá….