Endurvinnslan…

…enn á ný!  Um daginn vorum við boðin í kvöldmat hjá vinkonu minni, kjamms kjamms slurrrp – gór matr, og í eftirrétt var hún með voða góða heimalagaða frostpinna handa krökkunum (svaðillega sæta og fína súkklaðmús handa fullorðnum en það er önnur saga).  En í stað þess að setja pinna í þessa heimalöguðu klaka þá hafði hún stungið í þá skeiðum sem að safnast hafa úr YoYo-ferðum famelíunnar (þau eru nátturulega 6 í famelíunni, þannig að það er fljótt að safnast upp ;).  Þetta fannst dóttur minni ótrúlega sniðugt, og mér líka.  Síðan sá ég þennan krans á netinu og ákvað því að deila þessu öllu með ykkur!
…þið sjáið úr hverju kransinn er gerður?  🙂

…plastskeiðar, alls konar litir sem hægt er að velja úr…

…ég er ekki að segja að ég sé að fara að útbúa svona heim til mín, en hugmyndin er sniðug…

…og það er ekkert sem að stöðvar mann, nema kannski hugmyndaflugið!

1 comment for “Endurvinnslan…

  1. 12.07.2011 at 15:22

    hey þetta er snild, og snild að nota skeiðarnar í ísinn 🙂

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *