…á 24 tímum, já takk fyrir sæll 🙂
Við mæðgurnar erum mikið búnar að vera að ræða breytingar á bleiku svítunni. Svona til minnis þá leit hún svona út:
Sú stutta, 5 ára, er orðin svo mikil dama og segist ekki þurfa að hafa dúkkudót, eða svoleiðis inni hjá sér (sveiattan – hún er bara 5ára). En svo langaði hana líka að mála bleiku veggina. Helst vildi hún mála þá brúna en mér fannst það kannski fullmikið (sveiattan, hún er bara 5ára) – og við komumst að samkomulagi um að finna fallegan grænan lit. Mamman rausaði eitthvað um PotteryBarn-grænan en henni var slétt sama um það.
Síðan á hádegi á miðvikudag fór daman í gistingu hjá frænku sinni og þá foreldrasettið fór í bæinn með litla stubb og keypti málningu. Síðan á miðvikudagskveldi voru hendur látnar standa fram úr ermum (hann í stuttermabol, ég í hlírabol – auðsótt mál). Allt draslið rifið frá veggjum og þá var ástandið svona….
og bóndinn er nú kátur með kellu sína, á stöðugu breytingarskeiði sem kemur aldrei til með klárast
….elska þig sæti minn ♥
…litli meðhjálparinn var kátur, kannski er hann með breytingargenið líka?
….hér sést liturinn á bleika litnum, lítið að marka hann þarna.
Ég valdi litinn af litaprufu í Húsó en endaði með að kaupa hann í Byko – það munaði næstum helmingi á verðinu á lítranum!
…og svo var málað og málað meir
Síðan þegar að daman kom heim að kveldi fimmtudags var ástandið svona (nota bene – það er ekkert komið á veggina enn – en það er í vinnslu núna, maður nær bara ekki að gera allt saman 🙂
…og meira
…daman alsæl með meðhjálparnum litla
….ahhh, ég er jafnsæl með litinn og sú stutta, hann er afar róandi og notó
– og húrra fyrir að bleiku veggirnir eru farnir!
En svo er það kaupin sem ég er svo HIMINSÆL með – fór í Góða Hirðinn og keypti þennan hérna standlampa. Ég sá hann á mánudag og hann kostaði 500kr. Keypti hann ekki en var alltaf að hugsa um hann, þannig að ég fór daginn eftir og viti menn, það var 50% afsláttur af öllu – þetta gætu verið bestu kaup sem að ég hef gert! Því að fyrir…
…og smá spreyjerí-i síðar, er ég ástfangin upp yfir haus
…fiðrildakúluna átti ég fyrir, notaði hana á ljósakrónu í herberginu hjá dömunni þegar að hún fæddist
…því næst sá ég þennan bakka (sem að minnti mig á þennan sem ég spreyjaði áður) og kippti honum með til þess að spreyja hann. Svo í bílnum þegar að ég horfði á bakkann áttaði ég mig á að ég barasta ELSKA litina í honum…
…hann varð því að náttborði og mikið afskaplega er ég ánægð með hann ♥♥♥
…þið verðið sem sé að afsaka póstleysið í gær en eins og þið sjáið þá var ég barasta bussí 🙂
…ef áhugi er þá get ég síðan farið í fleiri “detail-a” á herberginu!
*knúsar og takk fyrir öll fallegu kommentin ♥
Tótallí godjöss!!!! Ertu nokkuð til í að deila litanúmerinu á græna litnum? Finnst hann svo fallegur og svo langar mig svo að vita hvar þú fékkst þennan fallega límmiða á skápnum hennar.
Kveðja, Svala
Geggjað, elska litinn. Herbergið er allt öðruvísi þó séu sömu hlutir inni. Æðislegt rúmteppið líka og lampinn er snilld. Þú ert svo mikill snilli, kenndu mér að vera þú 🙂
Kv. Auður.
Alveg gordjöss! Endilega deildu með okkur öllum details. Þetta er svo skemmtilegt. Bloggleysið í gær fyrirgefið um leið í dag því þetta er svo góð færsla : )
Kv. Hildur Rut
dásamlegt 🙂 dugnaðurinn í þér veitir mér mikinn innblástur!
OMG hvað þetta er brjálæðislega flott hjá ykkur! og lampinn einn sá flottasti 🙂
Geggjað…þú ert algjör snillingur 🙂
Yndislegir límmiðar á fataskápnum…
hlakka til að sjá fleiri myndir frá þér
Kveðja, Margrét
Rosalega flott breyting á herberginu hjá stelpunni þinni og ég verð að segja vááááá við þennan lampa. ég er algjör fiðrildakelling og ég mun sko nýta mér þessa hugmynd einhvern tímann.
þetta er ekkert smá flott hjá þér 🙂 æðislegt bara!!! finnst þú eiga alveg afskaplega góðan ektamann sem að nennir að standa í svona breytingaræðum með þér!
þetta er ÆÐI !!!
verð alltaf jafn hissa….á því að við séum systur ;))) þú þrífst við þessa hluti en ég engist um ! Þetta er virkilega fallegt eins og allt sem þú gerir
luv S
SMUKT elsku dúllan mín, glæsilegt (“,)
knús
Ég held að VÁ sé það eina sem ég kem frá mér í bili 🙂
Guðrún H.
verð bara að koma því frá mér hvað ég elska þetta blogg:) kem reglulega hingað og fæ þrusugóðar hugmyndir…er búin að snúa öllu við heima mér;)
kveðja Margrét:)
Vá ótrúleg breyting! Herbergið er alveg geggjað. Hvar fékkstu flottu fuglalímmiðana? Og flott rúmteppið.
Kv.Hjördís
Datt inná þetta blogg í gegnum “Hugmyndir fyir heimilið” og er núna búin að skoða þetta blogg í margar klukkustundir til þess að sjá ALLT! Þetta er algjör snilld, er svo ótrúlega sammála þér í svo mörgu og búin að fá svo margar hugmyndir 🙂 Endilega haltu áfram með þetta ég á eftir að fylgjast vel með! Kveðja Hugrún
Sæl, takk fyrir frábært blogg. Kíki hérna inn á hverjum degi. Þetta er ekkert smá flott hjá þér. Núna erum við hjónin að spá í að spreyja gylt ljós hjá okkur í hvítu. Sé að þú spreyjaðir gyllta lampann í herberginu hjá stelpunni (og reyndar gylltan bakka líka). Notaðir þú eitthvað sérstakt sprey? grunnur fyrst? og þarf maður eitthvað að hafa áhyggjur af spreyinu útaf hitanum frá ljósinum?
kv. Halla (hallayra@hotmail.com)
Hæhæ Halla, ég notaði bara sprey úr Eurpopris og grunnaði lampann ekki neitt. Þú þarft ekki að hafa neinar áhyggjur af spreyjinu og hita nema að þú spreyjir ofan í lampastæðið – og ekki gera það! Þetta er lítið mál og svo skemmtilegt 🙂
Gangi þér vel með þetta!
kv.Soffia