…en hérna koma svör við nokkrum af þeim spurningum sem að hafa komið varðandi herbergi heimasætunnar sem var frumsýnt í þessum pósti 🙂
-
Veggirnir eru málaðir í mosagrænum lit sem að ég fann á prufuspjaldi frá Lady í Húsasmiðjunni. Hins vegar fékk ég málninguna helmingi ódýrari í Byko, gaf bara upp númeriðá litnum. Er rosalega ánægð með þennan lit – fallegur og róandi – Kópal innimálning gljástig 10, S2010-650Y
-
Himnasængin yfir rúmi dömunnar frá útbúin fyrir um það bil 700kr. Ég notaði þessa hérna, en þetta er svona járnhengi fyrir blómapotta sem að ég keypti í Húsó á um það bil 700kr. Ég var að spá í að spreyja þetta hvítt (og get alltaf gert það síðar) en ákvað að halda þessu svörtu til þess að koma með svarta litinn inn í herbergið á nokkrum stöðum.
Himnasængin eru síðan tveir ódýrir vængir úr Ikea (sem ég átti fyrir) sem að ég saumaði saman að ofan, en skildi eftir nokkra sentimetra til að fá “púffið” fyrir ofan
Einföld leið til þess að setja svip á rúmið og til þess að láta lítil stelpuhjörtu hoppa af gleði 🙂
-
Það er hálfgert “fuglaþema” í herberginu. Ég fann þessi litlu sætu fuglahús í Rúmfó á aðeins 295kr og svo var 30% afsláttur af þeim.
…þar fann ég líka þessi hérna
-
Límmiðarnir á skápnum hafa fengið mikla athygli og vakið mikla lukku. Þeir eru frá Söstrene Greenes og kostuðu aðeins 659kr, þetta er eitt spjald sem er á skápnum.
Limmiðarnir koma í nokkrum hlutum og fyrst setti ég bara þennan hluta á…
..en svo bætti ég við fleiri greinum og fuglum og þetta er voða sætt
…litirnir voru eins og sniðnir inn í herbergið
…og pössuðu vel við fuglaþemað allt saman!
-
Ég ákvað að taka inn dökkar gardínur, þær eru svona dökkmosabrúnar (vantar betri lit til að lýsa þeim 🙂 og eru frá Ikea og heita Merete.
Ástæðan fyrir að ég valdi dökkar gardínur er tvöföld. Er með þessar sömu gardínur í hjónaherberginu og veit að þær ná vel að blokka kvöldsólina sem að skín á gluggana á þessari hlið á kvöldin. Síðan vildi ég ná að stokka betur upp litapallettuna þarna inni. Það er svo auðvelt að festast í því að vera með grænan lit og hvít húsgögn, að velja þá allt í hvítu. En ég vildi reyna að breikka “litavíddina” – reyna að passa að herbergið verði ekki eins og pastelsykurpúði. Þess vegna valdi ég svartar gardínustangir og hélt járninu fyrir himnasængina svörtu. Stöngin er tvöföld þannig að hægt sé að hengja skreytingar á innra járnið en draga alveg fyrir með ytri stönginni.
Þið sjáið að það eru miklar pælingar í þessu öllu 🙂
-
Hef líka fengið fyrirspurnin varðandi rúmteppið.
En það kemur sko frá Rúmfó og heitir Sofia (hahaha), það kostaði 2500kr.
Teppið er ljósblátt og svo með bleikum blómum og grænum kanti.
Það er líka hægt að snúa því við og þá er það röndótt og meira hvítt – sneddí! Þið sjáið hvernig teppið er hinummegin þarna hægra megin á myndinni. Það er púði og svo er brett upp á teppið. Neðri myndin er “sannari”, því að blómin eru ekki svona rosalega bleik eins og þau virka a efri myndinni.
Greinarnar verða að einskonar tré fyrir fuglahúsið, og þær koma með dökka liti og tóna inn í herbergið. Eins og ég sagði, allt sem að hjálpar til þannig að þetta verði ekki að pastelsykurpúða.
-
Limmiðarnir sem að áður voru á vegg dömunnar eru núna komnir inn í húsahilluna, um að gera að endurnýta!
-
Vefja ljósaseríu um rúmgaflinn – gefur ótrúlega kósý stemmingu.
…smá pæingar um framhaldið á veggjunum. Bakkinn kom “óvænt” inn með svona skemmtilegan gylltan tón sem að annars hefði ekki verið settur inn í herbergið. Þess vegna eru hlutir sem að kannski hefðu verið spreyjaðir áður nú óspreyjaðir 🙂 Mér finnst þetta meiri “áskorun” að gera þetta svona, að reyna að hugsa út fyrir kassann og gera kannski eitthvað sem að ég hef ekki áður gert. Að reyna að blanda saman frekar en að kaupa allt í stíl. Eins og með gardínustöngina, það var mjög freistandi að kaupa bara hvíta, en svört gefur meiri karakter og brýtur upp rýmið.
Hvernig lýst ykkur á þetta so far?
Hvað eru margar búnar að kaupa sér límmiða?
Gardínustöng, hvít eða svört?
Óvæntir gylltir tónar, spennandi??
Allt þetta og margt fleira í næsta þætti af B&B!
(B&B er ekki bara Bold and the Beautilful, heldur Brjálaðar Breytingar 😉
Líst hrikalega vel á þetta og gaman að brjóta aðeins upp litavalið;) Mig klæjar orðið í puttana að breyta hjá minni 5.ára skvísu;) Aldrei að vita nema að maður skellir sér í Söstrene og kaupi límmiða a eftir til að lífga upp á bleika vegginn hennar.
Kv.Hjördís
Takk kærlega fyrir upplýsingarnar. Bíð spennt eftir næsta þætti af B&B.
Kveðja, Svala
vá þetta er svo æðislegt, takk kærlega fyrir upplýsingarnar.
Hlakka til að sjá næstu þætti af B&B
margar frábærar hugmyndir hjá þér, alltaf jafn gaman að fylgjast með hjá þér. Nú er ég á fullu að lappa upp á kofann hjá mér og þá drekk ég í mig stelpulegar og sætar hugmyndir. Þarf greynilega að heimsækja systurnar í Smáralindinni sem allra fyrst og kíkja á sætu límmiðana.
Bíð spennt eftir næsta þætti af b&b
kv Stína
Rosalega flott hjá þér skvís, spurning um að ráða þig bara í brjálaðar breytingar hjá ormunum mínum 😉
knús,
Helena