…er alveg snilldarverkefni sem ég fann á netinu.
Sér í lagi núna þegar að páska og vorfílingurinn er að koma í hús (hann kemur með næstu lægð sko).
Eins og margar sáu um daginn þá gekk videó um á netinu þar sem var verið að kenna að útbúa svona “marmarabolla” –
vera með skál með volgu vatni, hella naglalakki ofan í og dúmpa svo bollanum. Ef þið horfið á videó-ið þá sjáið þið hvernig þetta er gert…
Því mæli ég með að þið blásið úr nokkrum eggjum, takið gamalt ísbox (eða annað slíkt sem má henda), kaupið svart og hvítt naglalakk ódýrt (t.d. í Megastore), og notið einnota hanska. Setið t.d. vír, eða opnaða bréfaklemmu, innan í gatið á egginu til þess að halda því.
Síðan er bara að útbúa svona dásemd…
Þetta finnst mér ótrúlega flott. Ekki bara fyrir páskana, heldur væri svona algjörlega heilsárs.
Myndirnar og hugmyndin er fengin héðan (smella hér).
ps. þætti vænt um að þið mynduð smella á like-hnappinn ef þið höfðuð gaman af póstinum!
Vá!! Snilld! Það væri þá líka hægt að gera þetta með öðrum litum ef maður vildi hafa þau “páskalegri” 🙂 Held svei mér þá að ég prófi þetta 🙂
úff ekki nenni ég að blása úr mörgum eggjum en hugmyndin er samt æðisleg 🙂 Kannski gæti maður jafnvel notað frauðegg í þetta verk 🙂 🙂 🙂
En ég myndi ekki nota svart og hvítt eingöngu… ódýrt naglalakk góð spurning ég ætlað í leiðangur og fann bara dýr naglalökk :/ ætlaði svo að prófa glerkertaglös ….hmm ég gáði reyndar ekki hvort Tiger er að selja naglalakk 🙂
Omg þetta er snilld
Þetta er æðislegt!