Afmælisveisla litla mannsins..

..var haldin í gær!  Þetta gerðist eiginlega svona kviss, búmm, bang, því að ég fattaði ekki alveg að það væri Verslunarmannahelgin um næstu helgi.  Þannig að það varð að halda afmælið bara á virkum degi, og þar sem að margir voru að vinna þá var bara mæting upp úr kl 17 og boðið var upp á…
mexíkókjúklingasúpu og meðþví, sérlöguð af systur minni af því að hún er svoddan yndi!
…og einnig var boðið upp á sumardrykk (sprite og appelsínusafa, 2 á móti 1, og lemonade (eins og í ammeríkunni) – og þetta var serverað úr þessum hérna tveimur gaurum – og var snilld!  Það var varla þörf á  að bjóða nokkuð annað að drekka.  Þessir komar líka frá USA og meira að segja frá Pottery Barn, fengið að láni hjá henni elsku Völu minni – knúsar….
…om nomm nomm
…en þar sem að þetta er nú barnaafmæli og allt snerist um þennan hérna litla, sæta kall
….og já, hann er svona sætur
… og í merki ljónsins
….þá fann ég þessa diska í Hagkaup
…síðan fundust þessir félagar í Megastore og þá var ekki aftur snúið,
súkkulaðikaka með fondant..
…bjó til laufblöð í ljósakrónuna og síðan var snilld að dreifa Smarties á borðið
…pelagrasið nýttist sem sleikjóhaldari
…fann líka þessar sætu gröfur í Megastore, 6 í pakka
…möffins, pönnsur og afmæliskaka voru sem sé eftirréttur
…”rassinn” á kökunni, sjáið þið að fíllinn er að sprauta vatni 🙂
…gaurinn fékk kagga
…mjög sáttur
…1 árs gaur
…afmælissöngur
…fyrsta kakann
…mjög fínt
…og eftir átu
…og sprungið afmælisborð
…í kvennafans
…að opna pakka
…ljóna og dýragrímur fengust á sama stað
…fékk flottann hatt
…og gemsa, ekki seinna vænna, og vissi nákvæmlega hvernig á að nota svona græju
…og síðast en ekki síst, töffarajakka eins og pabbi!
Jamm, þeir eru báðir jafn sætir 🙂
…yndislegur dagur, gott að eiga góða að og takk fyrir okkur!

Þú gætir einnig haft áhuga á:

7 comments for “Afmælisveisla litla mannsins..

  1. Anonymous
    28.07.2011 at 09:49

    Til hamingju með sæta litla 1 árs gaurinn. Ekkert smá flott veisla fyrir litla ljónið, geggjuð kakan, fondant snillingur 🙂
    Kv. Auður.

  2. 28.07.2011 at 22:47

    geggjað afmælisborð, til hamingju með litla manninn

  3. 29.07.2011 at 00:35

    frábært afmælisþema hjá þér. Stórskemmtilegar útfærslur á skreytingum.. það vantar greynilega ekki hugmyndaflugið hjá þér þegar kemur að því að skreyta

  4. Anonymous
    01.08.2011 at 19:14

    Váááááááá !!!!

    Þú ert SNILLINGUR !!
    Hvar fékkstu þessar fötur sem eru á veisluborðinu ?
    Það vantar ekki hugmyndaflugið hjáþér … ég er alveg húkt á blogginu þínu og bíð enn spennt eftir svari á mailinu sem ég sendi þér um daginn 🙂

    kv. Sara Björk
    sarabjork_86@hotmail.com

  5. 02.08.2011 at 00:18

    Takk fyrir allar saman 😉

    Sara, föturnar eru frá Target í Usa. En ég hef séð svipaðar í Europris! …og þú átt póst!

    kv.

  6. Anonymous
    03.08.2011 at 10:37

    innilegar hamingjuóskir með litla kall!!!

    æfmælið ekkert smá flott!

    kv. Bryndís sem kom frá spáni í nótt og keypti svo margt fallegt í zöru home 😀

  7. 12.08.2011 at 10:33

    Innilega til hamingju með strákinn. Ég á einmitt dömu fædda 31. júlí 2010 🙂

    Ég er svona laumu aðdáandi, búin að fylgjast lengi með en aldrei kommentað. Hugmyndaflugið, VÁ! 🙂

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *