…því að góðir hlutir gerast hægt þessa dagana, sérstaklega þegar maður er að halda afmælisveislur og farandi í útilegur 🙂
En herbergi heimasætunnar er ekki gleymt og smávegis komið á veggina.
…svo þið sjáið hvaða myndir þetta eru
..ég keypti einhvern tímann Dimmalimm bókina á þýsku þegar að ég var í menntaskóla, síðan klippti ég út myndirnar og setti á veggina inni hjá mér. Þetta hef ég sem sé geymt í 17 ára og núna eru þær perfectó ( finnst mér) inni hjá dóttur minni. Fannst ekki æskilegt að kaupa ramma í Ikea sem myndu kosta rúmlega 1000kr stk, og datt niður á þessa í Megastore á bara 298kr stk, sem sé – megadíll!
…náttborðið er náttúrulega með gyllt bakkanum og þið munið kannski að ég var að tala um eitthvað fleira í gylltum tónum…
…og því er þetta komið upp á vegg, gamall spegill og borð frá henni ömmu minni, þeirri litlu finnst þetta dásamlegt – enda lýtur þetta mjög svo hefðarlega út…
…en spurningin er hvort að þetta ætti að spreyjast í einhverjum sætum lit eða bara hvítu, hvað finnst ykkur?
Stefnan er sú að gera svona samansafn af hvítum, modern römmum, og eldri gylltum í kringum þetta!
…glöggir taka kannski eftir að eldhúsið er farið og tröppuhillan er komin þar sem eldhúsið var…
…síðan áttum við þetta gamla, litla borð frá ömmu eiginmannsins – ég er mikið að hugsa um að bólstra það og breyta því þannig í bekk við endann á rúminu.
En aftur er spurningin um að spreyja eða spreyja ekki viðinn?
Hvernig líkar ykkur við þetta allt, so far? 🙂
Mér finnst þetta svakalega fínt og myndirnar úr Þyrnirósu eru náttúrlega bara æði 🙂 Hef lengi haldið upp á þessa bók og þarna komstu með góða hugmynd :))
Ég þoli ekkert gyllt þannig að ég myndi mála rammann og vegghilluna fyrst dökkbrúna og svo hvítt yfir með frekar möttu, kannski kalkmálningu eða akrylgrunni og pússa svo þannig að þetta brúna komi í gegn. Svo mætti jafnvel setja blaðsilfur á slaufuna á rammanum… Myndi allavega ekki spreyja þetta hvítt, verður of “plastlegt” en kannski í öðrum lít, stóllinn kemur rosavel út í bláa litnum. Kannski bara eins fyrir borðið. Brilljant hugmynd að gera bekk úr því.
Bakkinn kemur rosavel út, þó ég væri eflaust búin að mála hann 🙂
Fallegt herbergi fyrir litla snót 🙂
Kv. Magga
Æðislega flott =)
Elska bloggið þitt! kíki á hverjum degi spennt eftir nýjum færslum!
Liggur við að ég drífi mig að eignast barn til að geta innréttað herbergi og fengið innblástur af þínum hugmyndum 🙂 hehe
ómæ hvað herbergið er falleg, finnst spegillin og borðið æði og passar alveg að hafa þetta gyllt til að byrja með svo kannski seinna að spreyja þetta í einhverjum lit.
Bekkurinn er osom sniðug hugmynd að breyta honum í bekk.
Enn eitt….
Þú ert algjör snillingur! Allt svo flott sem þú gerir.
kv. Jóhanna
Þetta er yndislegt herbergi og myndirnar úr Dimmalimm setja alveg punktinn yfir i-ið. Mér þykur svo vænt um þá bók 🙂
Kveðja Guðrún H.
Ofsalega flott!!! Finnst þetta svo hlýlegt og fallegt. Finnst “dúkku-hús-hillan” æði, er þetta hús eða hilla?
Mér finnst þú algjör snillingur í að koma með hugmyndir og breyta og bæta.. Ég er alltaf að kíkja inn á þetta blogg og segi öðrum frá því miskunnarlaust.. hehhe .. EN gleymi samt stundum að kvitta, skal reyna bæta mig í því ! 😉
En þetta barnaherbergi er alveg alveg ótrúlega flott .. prinsessan þín er ekkert smá heppin að eiga svona flinka mömmu ! 🙂
Kv. Ragna Lóa
Æji takk fyrir allar saman, það er svo mikið skemmtilegra að pósta inn þegar að maður heyrir frá ykkur til baka 🙂
Dúkkuhúsahillan, er keypt í Tekk fyrir 5 árum. Þetta er bæði dúkkuhús og hilla, fer bara eftir hvernig maður notar þetta.
Neðri hillurnar eru reyndar ekki nógu háar til þess að Barbie geti staðið upprétt.
Löva bloggið þitt 🙂
Líst ótrúlega vel á þetta hjá þér og Dimmalimm hugmyndin er ótrúlega sniðug.
Þú ert svo góð í googlinu og lumar á góðum síðum .. ég er að fara innrétta “herbergi” og þar verður svona rúm http://www.husgogn.is/components/com_virtuemart/shop_image/product/Milli_h__tt_r__m_4c823a5605019.jpg
og mig vantar svo hugmyndir af því hvernig er hægt að nýta rýmið undir … kósýhorn og bókahorn og fleira.
má ég nokkuð forvitnast með það hvað liturinn á stólnum heitir , fór nefnilega i þessa búð og fann ekki þennan lit .
Dimmalimm myndir er frábærar, algjört æði 🙂
Ég átti svona barbie hús þegar að ég var lítil, pabbi og afi smíðuðu það, settu á það þak, máluðu allt húsið að innan og utan og hvert herbergi í sínum lit. Síðan var notaður afgangur af teppinu í íbúðinni til að teppaleggja húsið. Alveg einstakt hús og endalaust hægt að leika í því. Ekki flókin byggingarvinna og væri hægt að nota svona “skúffuinnlegg” í staðin fyrir teppið í dag, þar sem teppi eru ekki lengur eins algeng 🙂
kveðja
Kritín S
Takk fyrir Sara, ég held að ég sé búin að senda þér póst 🙂
Aua, liturinn heitir Light Blue, F116, product no 555016 og kódinn er 4250397603643. Flame Ultra Acrylic Paint og svona lýtur brúsinn út: http://www.google.co.uk/imgres?q=flame+ultra+acrylic+paint&um=1&hl=en&sa=N&tbm=isch&tbnid=-ZIcNm1cdvj_AM:&imgrefurl=http://www.4graffiti.co.uk/shop/index.php%253F_a%253DviewProd%2526productId%253D530&docid=LDC8hpjajpqH9M&w=532&h=688&ei=ukE3TtHtCYjMswar7ODnDw&zoom=1&iact=rc&page=1&tbnh=148&tbnw=113&start=0&ndsp=27&ved=1t:429,r:0,s:0&tx=77&ty=71&biw=1068&bih=876
Vona að þetta hjálpi þér 🙂
*knús
Elska Dimmalimm myndirnar, passar fullkomlega inn. Mér finnst soldið sætt að hafa gyllta litinn með, eitthvað ævintýralegt og líka hlýlegt við það.
Kv. Auður.
ohh Dimmalimm er yndisleg bók, ein af mínum uppáhalds á einmitt eina svona gamla bók síðan ég var lítil með sömu myndum…. myndi reyndar aldrei tíma að klippa hana niður…
passar rosa vel inn í herbergið hennar…
kv. Bryndís
Elska Dimmalimm, man hvernig maður sogaðist inn í þessar myndir í bókinni þegar maður var yngri…
Ofboðslega fallegt það sem þú hefur gert fyrir prinsessuherbergið, er líka mjög hrifin af lampanum 😉
-Vaka
rosalega flott alltasaman:) en hvar fékkstu borðið/hilluna hvíta??
kveðja Margrét 🙂
…fengust í Söstrene, en þó nokkuð síðan 😉