…af römmum, hillum og öðrum smáhlutum er loks komið á vegg í herbergi dömunnar. Húrra fyrir því!
Planið var að blanda gylltum römmum við þá hvítu, en þegar upp var staðið þá fannst mér þetta koma betur út. Það varð meiri ró yfir þessu einhvern veginn. Best er að taka það strax fram að það sem hangir yfir rúmmi er skrúfað í vegg eða vírað fast við nagla 🙂
Herbergið var sem sé svona….
… en núna er veggurinn ekki svona allsber 😉
abbbbsakið hvað myndirnar eru eittthvað dökkar
…óreglulegt samansafn, neðsta hillan er hugsuð fyrir bækurnar sem verið er að lesa fyrir háttinn
..það er svoldið gaman að hafa litlu hillurnar tvær þarna því að það er svo auðvelt að breyta veggnum með því að skipta út bókum, eða setja aðrar myndir eða bangsa í hilluna
…málverk frá afa og kanína, einföld klippimynd – gerð úr einni örk af skrapp-pappír
…kristalsdudda sem daman fékk í skírnargjöf
…fuglaplatti frá langömmu
…Sia-kanína og vísnabókin
…sjáið hvernig speglafiðrildin speglast á veggnum
…já, og krúttið hann Mosi flutti inn (ásamt tvíburabróður sínum, sem býr í herbergi litla mannsins)
…verð svo að sýna ykkur að lokum, hún dóttir mín vill gjarna hafa dótið sitt nærri sér og er með Barbie-rúm við hliðina á rúminu sínu….
…og hún er sko dóttir mömmu sinnar, ég lofa að ég breytti ekkert uppröðuninni, en svona gerir hún – býr um með smá gæru, setur svo teppið yfir og svo 4 stk af skrautpúðum, ásamt punti á náttborð 🙂
Ótrúlega flott og kósý herbergi! Stelpan ætlar greinilega að erfa skreyti hæfileika þína;) Hvar fékkst annars sveppamyndina?
Kv.Hjördís
Þetta er æðislegt 🙂 Kv Steinunn
vá þetta er alveg geggjað
Takk fyrir báðar tvær 🙂 Hjördís, sveppamyndin er póstkort úr Söstrene – kostaði 129 kr 😉
Takk fyrir Gauja 🙂
Ótrúlega fallegt og vandað herbergi. Hvar fékkstu stóru stafina?
Hæ Ásdís, stafirnir eru gamlir og eru frá Pottery Barn Kids 🙂
Heyrðu! Ég á svona barbie sófaborð og púðana líka! Hvað mig langar að ná í barbie dótið núna og fara að leika!:)
Ofsalega fallegt herbergið, og sniðugt að nota kryddhillurnar svona!
Elska fugladiskinn sem þú spreyjaðir. Snilld. Og verð að fá mér svona Mosa-sparibauk. Þetta er bara allt svo flott. Myndin eftir afa hennar er líka yndislega falleg, algjör ævintýra-mynd einsog Dimmalimm myndirnar. Litlu hillurnar eru líka æði. Snillingurinn þinn.
Kv. Auður.
Æðislegt herbergi!!! Hvar fær maður svona sætan Mosa?:)
Takk fyrir Linda 😉 Mosi er sparibaukur MP-banka. http://www.mp.is/mosi