….tek það fram að þetta verk er enn í vinnslu og alls ekki orðið eins og það á að vera 
Ég átti þennan lampa í geymslunni frá því að við byrjuðum að búa, en þar sem að gylltur er ekki inn í dæminu núna og ég fékk sprey í litnum mínum nýja, þá var brúsinn mundaður..
…síðan átti ég smá hæsnavír
…og þessa hringi
…sem komu úr þessu gamla ljósi frá Ikea
…ég klippti til vírinn og festi hann inn í hringinn
…og úr varð hænsnavírsskermur – aha
…og nokkrum kristöllum seinna
…hér henti ég smá blúnduefni yfir, bara svona til að sjá hvernig það kæmi út
… svo er spurning hvort að ég ætti að sníða frekar veggfóður utan um, eða sníða almennilega blúnduefnið,
önnur er hugmynd er að festa fullt af litlum blúndudúkum á þetta og jafnvel fiðrildi.
…sé líka fyrir mér að hægt veri að festa bara fullt af eyrnalokkum á,
eða vera með “venjulegann” skermi og stimpla hann t.d. 
Hvaða skermishugmynd hljómar nú skemmtilegust?
Ætti ég kannski bara að kaupa nýjan skermi?
Pælingar, pælingar….
Ekki kaupa nýjan skermi! Áfram með svona hugmyndaflæði. Væri gaman að sjá með blúndum og fiðrildum.
Kv.
Kristín
vá hvað hann er orðinn flottur! og liturinn er æði
Vá hann er að verða brjálæðislega flottur, halltu áfram með netið og ég er sammála Kristínu um að það væri gaman að sjá hann með blúndum og fiðrildum !!
Kv Ásthildur
Vá hann er svaka flottur.. mér finnst hann soldíð flottur án blúndunnar en þá vantar samt eitthvað á hann
Veistu hvar hægt er að kaupa kristalla í ameríku ?
Kv. Ingunn
Hmmmm….Ingunn, ég myndi giska á Michaels, Hobby Lobby og jafnvel Target
Annars geturu googlað craft stores usa og líka borgina sem þú ert að fara til og fengið upp ýmislegt!
Takk fyrir kommentin, kann að meta þau
Mér líst vel á allar hugmyndirnar – en held að veggfóðrið gæti orðið flott
Kv. Karítas
Langar svo að spyrja þig í tengslum við lampa…er manni óhætt að taka “ljótan” skerm og setja hvaða efni sem er utan á hann. Þ.e. er ekki eldhætta af því að nota venjulegt garndínuefni til þess að klæða skerminn? Hvað segir þú um það? Langar nefnilega að útbúa lampa sem passar inn í herbergi hjá prinsinum og hef ekkert fundið og þá er bara að útbúa ekki satt
Kveðja Hugrún
Hæ Hugrún,
Skvo, ég er ekki sérfræðingur í neinum skermafræðum. En ég myndi halda að svo framarlega sem að þú ert að klæða utan um gamlan skerm, þá sé hann hannaður þannig að efnið haldist í hæfilegri fjarlægð frá perunni. Ef að efnið er hvítt fyrir á perunni, eða ljóst – þá ættiru líka að geta bara klætt utan um það
Gangi þér vel með þetta!