Stelpuherbergi – fyrir og eftir…

…ég var fengin til þess að gera smá meikóver á herbergi einnar lítillar vinkonu minnar 🙂
Við notuðum bara sömu húsgögnin og voru til fyrir í herberginu, en máluðum tvö veggi og ég keypti inn fylgihluti – ásamt því að endurraða húsgögnum…
Fyrir:
…og svo eftir:
*Nýtt rúmteppi úr RL-vöruhúsi 😉 líka notast við bleikt rúmteppi sem að til var fyrir.
Þetta er reyndar eins teppi og ég notaði hjá dóttur minni,
en verðið var bara þannig að ekki var hægt að standast það!
* Lampar til þess að gera fallega, mjúka lýsingu
* Vegglímmiðar frá Söstrene
* Veggspegill úr Ikea
* Geggjaðar gardínur frá Ikea, með trjámynstri og litlum fuglum, alveg yndislegar
* Myndagrúbban á veggnum, gjörbreytir herberginu!
Notast við þrjá nýja ramma og síðan spegil og málverk sem til var fyrir.
Einföld leið til þess að gera herbergi persónulegri og fallegi blái liturinn nýtur sín betur með hvítum hlutum.
* Frábær Uglumynd frá Ikea dregur bláa litinn yfir á þann hvíta, ásamt því að koma með bleika, rauða og græna tóna.  Síðan má þess geta að það er gott sparnaðarráð að kaupa þessa stóru mynd á tvöþúsund krónur (í stað þess að kaupa t.d. bara 1 ramma til viðbótar).  Myndin reddar veggnum á móti bláa veggnum.
* Sniðugt að setja límmiða blómavasa á borðið hjá dömunni!  Ekki visna blómin og eru ekki fyrir ungum dömum sem þurfa að læra heima eða spila á píanó eða……. – þau eru bara sæt og þau eru ekki fyrir 🙂
*  Þrjár sætar körfur keyptar ofan á tröppuhilluna.
Hvers vegna?
einfaldar tiltekt, auka geymslupláss
sætir litir
sjónrænt fallegra og hreinlegra
Hérna sést hillan fyrir..
Útskýring á því hvað og hvers vegna hlutir voru keyptir í hilluna:
*Efsta hilla, tvær bleikar álfötur.  Kemur með hæð ofan á hilluna og bleiki liturinn poppar við hvíta hilluna og bláan vegginn.
* Rauð taska, aftur er það koma með hlut sem að kemur með hæð í hilluna, ásamt því að stilla upp hlutum sem að til voru fyrir.
*  Litlir kassar, lítið r.  Dregur saman litina í herberginu, kassarnir eru í bleiku, rauðu, hvítu og bláu.
*  Sætur rammi, hlutur sem að gefur “þyngd” í hilluna.
*  Opnir bláir kassar, í stíl við litlu kassana.
Flest allir þessir hlutir veita aukið geymslurými, ásamt því að vera “sjónrænt hreinlegir” 🙂
*  Sömu blómalímmiðarnir og eru á skrifborðinu, nema að ég sleppti vasanum þarna og læt blómin koma út frá Ikea vegglampanum.
*  Lítil speglafiðrildi sem eru að flögra út frá fiðrildaspeglinum 🙂
* Lítil kollur fyrir lesefni ungfrúarinnar
Finnst ykkur þetta ekki bara vel heppnað? 🙂

25 comments for “Stelpuherbergi – fyrir og eftir…

  1. 12.09.2011 at 08:13

    Þetta er gordjöss! 🙂

  2. 12.09.2011 at 08:22

    vá þetta er æðislegt, ég hefði bráðnað ef ég hefði átt svona herbergi sem lítil stelpa 🙂

  3. 12.09.2011 at 08:54

    Þetta er algjört æði! 🙂 Þú ert snillingur!

  4. Anonymous
    12.09.2011 at 08:59

    Þú ert algjör snillingur! Hvar fékkst bleiku fötunar? Get ekki beðið eftir að breyta herbergi dóttir minnar;)

    Kv.Hjördís

  5. 12.09.2011 at 09:07

    hvar fékkstu vegglímmiðana? Rosa flott hjá þér 🙂

  6. Anonymous
    12.09.2011 at 09:32

    Hvar færðu svona spegla fiðrildi 🙂
    Þetta er rosalega flott hjá þér eins og alltaf!

    Kv. Gulla

  7. Anonymous
    12.09.2011 at 09:41

    Vá hvað þetta er fallegt! 🙂
    Hvar færðu litlu speglafiðrildin?

  8. Anonymous
    12.09.2011 at 10:10

    Soffía þú ert snillingur 🙂 Love it

    Kv.Sveina

  9. Anonymous
    12.09.2011 at 10:36

    Vá … heyrðu viltu koma heim til mín og taka í gegn herbergi 9 ára dóttur minnar og 4 ára sonar míns ? Væri svo mikið mikið til í að fá þig til að poppa upp herbergin þeirra. Ég er ekki bara að segja þetta sko …. ég er að meina þetta !!
    Kveðja Edda Björk

  10. 12.09.2011 at 10:56

    Æji takk fyrir allar saman 🙂 Enn og aftur, þið eruð meiri krúttin!

    Föturnar eru “blómapottar” úr Europris, voru til í alls konar litum.
    Speglarnir eru lyklakippur úr Tiger.
    Vegglímmiðarnir eru úr Söstrene.

    Edda Björk, sendu mér bara póst 😉 soffiadogg@yahoo.com

  11. Anonymous
    12.09.2011 at 12:20

    Ótrúlega flott 🙂

  12. Anonymous
    12.09.2011 at 12:45

    Truflað flott og frábærar hugmyndir sem maður fær við að skoða þetta hjá þér! Endilega að sýna meira svona og taka fram hvar allt er fengið 🙂 bara snilld.

  13. Aua
    12.09.2011 at 13:09

    þetta er stórglæsilegt ,flott að hafa einn bláan vegg 🙂

  14. Anonymous
    12.09.2011 at 13:31

    Sæl Soffia
    Hvað heitir blái liturinn sem er á veggnum? Má ég senda þér línu og þú ráðlagt mér nokkra hluti ?

    bestu kveðju

    Ína

  15. 12.09.2011 at 14:49

    Takk enn og aftur!! Ína, þér er velkomið að senda mér línu og ég skal setja inn númerið á litnum í kvöld 🙂

  16. Anonymous
    12.09.2011 at 14:54

    Mikið er alltaf skemmtilegt að fylgjast með blogginu þínu. Takk fyrir allar hugmyndirnar.
    Mig langar svo í svona staf á vegginn hjá dóttur minni eins og þú ert með hvítt R á bláa veggnum.
    kv
    Ása Lára

  17. 12.09.2011 at 14:59

    Takk Ása og vertu bara ávalt velkomin 🙂 Stafurinn er úr Tiger, kostaði 400kr. Síðan var líka til lítið r í rauðu.

    kv.Soffia

  18. Anonymous
    12.09.2011 at 15:29

    Einstaklega smart!

  19. Anonymous
    12.09.2011 at 17:47

    Snillingur ertu elsku Soffía mín, þetta er glæsilegt. Er alveg sjúk í að fá þig í meikover á herberginu hjá mínum krílum, það er pínu snúið stundum með strák og stelpu saman.
    knús,
    Helena

  20. Anonymous
    12.09.2011 at 20:31

    Bara flott hjá þér og æðislegar hugmyndir 🙂
    kv. Halla

  21. Anonymous
    13.09.2011 at 11:15

    Flott allt saman. Gott að fá smá kennslu/leiðbeiningu. Væri samt snilld að bara fá þig á staðinn. 🙂
    kv.
    Kristín

  22. Anonymous
    13.09.2011 at 12:46

    Æðislegt!!
    Kv. S

  23. Anonymous
    15.09.2011 at 11:49

    Ótrúlega flott og ekki síst miðað við að ekki búið að eyða svo miklu í breytingarnar, þó herbergið sé allt annað núna. Snilld 😉 Geggjað sætt stelpu herbergi. Elska gardínurnar <3
    Kv. Auður.

  24. Anonymous
    03.10.2011 at 09:36

    Þetta eru frábærar breytingar! Allt svo glæsilegt og spennandi hérna á síðunni hjá þér og endalaust gaman að skoða. Takk fyrir að deila með okkur hinum 😉

    Er einhver möguleiki að fá að vita hvaðan bláu og bleiku körfurnar koma sem eru ofan á tröppuhillunni???

    Kv, Bryndís.

  25. 03.10.2011 at 10:04

    Takk fyrir Bryndís 🙂 Þessar kröfur eru frá Tiger!

    kv.Soffia

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *