…var haldin núna um helgina.
Reyndar eins og áður sagði, fámennari en áður – en engu að síður var reynt að gera allt til þess að uppfylla óskir afmælisbarnsins…
…fiðrildadúkurinn gaf tóninn og þar sem að fiðrildin eru í alls konar fallegum og ferskum litum, þá var bara hægt að skemmta sér í fylgihlutum…
…og þar sem blessað borðið okkar er ansi breitt – þá er líka hægt að “leika” sér með uppröðun á borðinu miðju…
…þess vegna eru til að mynda bakkarnir tveir þarna hvor ofan á öðrum. Það þarf alltaf að koma með smá hæð á svona veisluborð…
Hefði verið hægt að nota tvo kassa, en í þetta sinn voru það bakkarnir tveir…
…ég notaði síðan bara glösin mín, eins og alltaf – en ég er ekki vön að kaupa pappaglös eða diska fyrir afmælin…
…en þess í stað skreytti ég glösin bara lítillega…
…og auðvitað ljósakrónuna, eins og alltaf…
…rósalengjan er LED-ljósasería sem gengur fyrir batterí-um…
…og sko bara, er þetta ekki bara fallegt!
…skálin á fætinum var fyllt af vínberjum – og svo var auðvitað nammi á boðstólum líka…
…vínber – í massavís…
…M&M, sykurpúðar og popp – eitthvað fyrir krakkalakka…
…og smá sleikjó-ar…
…áður en gestirnir mættu, var síðan kveikt á kertum og svo er bara beðið…
…við notuðum því tímann til smá myndatöku – og þið sjáið hversu afskaplega 4ra ára litli gaur er orðinn.
Endalausir stælar…
…mamman fékk meira að segja að vera með á mynd – merkilegt nokk…
…og afmælisbarnið myndaði gamla settið sitt – og eins og sést þá er Stormur akkurat að spyrna sér úr mynd…
…ríkidæmið mitt, mínus Stormur – sem sat nánast í fanginu á mér á meðan myndað var 🙂
…og okkar dásemdar dís! ♥
Mæli svo sannarlega með því að reyna að smella nokkrum svona myndum af áður en veislan byrjar, það er svo gaman að eiga þetta þegar að fram líða stundir…
…verð bara að segja að þetta er ansi litskrúðugt borð hjá mér í ár!
…ljósarósir og pompoms…
…og auðvitað fánalengjur og hjörtu sem afmælisbarnið bjó sjálf til…
…ætla síðan að gera sérpóst um hvað var keypt og hvaðan það er…
…og þar sem bolludagurinn var daginn eftir afmælið – þá var kjörið að bjóða upp á bollur. Við vorum svo heppin að elskan hún mamma bakaði bollurnar sínar og kom með, og þær eru náttúrulega þær bestu í heimi!
…og þær fóru náttúrulega á barnaborðið líka…
…frekar sætt – þó ég segi sjálf frá…
…lifandi blóm gera líka mikið fyrir öll borð, og svo að blanda saman litunum á kertunum gaf skemmtilegann svip…
…best að glenna aðeins meiri bollumyndir, svona til þess að trylla lýðinn…
…sem virkaði vel – eins og sést á frænkunni sem var í miklum veiðihug við borðið…
…klassík – laxabrauðterta mömmu…
…uppáhalds barbabrellan þetta árið…
…og svona líka kát afmælissnót – og takið eftir skemmtilega “kertastjakanum” sem tók einmitt 9 kerti…
…beðið eftir að blása á kertin…
…spenningur og gleði…
…og hellings rok 😉
…loks komið að pökkunum – sem er alltaf spennó!
…og hluti af krakkaskaranum! ♥
Takið líka eftir fánalengjunum í eldhúsinu, sem gáfu skemmtilegan svip!
…síðan kemur póstur um hvað er hvaðan og smá upptalning.
Þannig að ef þið eruð með einhverjar spuningar – þá bara endilega setjið þær inn 🙂
Þú er svo mikil yndis blúnda Soffía…en þetta hefur bæði verið fallegt, skemmtiegt og girnilegt AFMÆLIS 🙂 og falleg afmælis mær 🙂
Flott veisla og frábært að líma á glösin setur skemmtilegan svip,gjörbreitir lúkkinu.
Vá hvað þetta er allt saman flott og girnilegt hjá þér 🙂
Og falleg stelpan ykkar – mèr finnst pínu eins og maður eigi að “þekkja” ykkur af öllum afmælisveislunum sem maður hefur fylgst með hérna inni 🙂 Til hamingju með stelpuna þína – best að fara svo og finna strákaafmælishugmyndir því èg þarf að skella í eitt svoleiðis fyrir laugardaginn 😉
Kveðja,
Halla
Ahhh svo yndisleg stund með tebollanum mínum og blogginu þínu – takk fyrir allar hugmyndirnar, sem ég nota óspart 🙂
Þú ert æði.
Já alveg yndislegt að sjá hjá þér. Mikill innblástur sem kemur frá þér okkur til heilla. Langar að spyrja þig um blóma led seríuna, hvaðan hún er?
Afskaplega var gaman að fletta í gegnum þessa dásemdar afmælisveislu yndislega Soffía <3
Allt svo fallegt og ævintýralegt – þvílík dásemd sem það er að fá að vera dóttir þín 😀
knúsar :*
Yndisleg afmælisveisla og gullfalleg afmælisdama 🙂 Flott að hafa svona litskrúðugt fallegt þema, skemmtilegir litir sem láta mann hlakka til vorsins! Yndislegar fjölskyldumyndirnar, þótt Stormur hafi fokið (sjálfur) út af þeim 🙂 Er sko komin með nokkrar hugmyndir að skreytingum fyrir 7 ára gauraafmælið í sumar út frá þessu afmæli!
Takk fyrir enn einn snilldarpóstinn mín kæra 🙂
Flott afmælisveisla 🙂
Til hamingju með stúlkuna þína 🙂
Væri möguleiki á að fá uppskrift af laxabrauðinu ?
ó, afmælispóstur, gaman, gaman! En hvað sem öllu fallegu skrauti líður, til hamingju með fallegu 9 ára prinsessuna! 🙂
Ölsk a þig og allar þinar ofurveislur.
Bollubið er erfið bið sem tekur bæði a likama og sal.
<3