…með bara réttum fylgihlutum og smá brögðum.
Hér sést hið klassíska fyrir, allt bara slétt og fellt – ekkert whoopla en heldur ekkert hræðilegt…
…síðan hið mun skemmtilegra eftir 🙂
Hvað var gert og hvers vegna?
Mynstruð gluggatjöld í björtum lit, gefa jafnvægi á móti hvítum veggjum og koma með eitthvað spennandi fyrir augað inn í herbergið,
Sjónvarpið er hengt á vegg, ásamt ýmsum römmum, sem gerir sjónvarpið að hluta af heild en ekki bara svartan skjá í miðju herbergi. Þannig er líka hægt að ganga úr skugga um að sjónvarpið hangi í réttri hæð fyrir þann sem situr í sófanum.
Lampar á hliðarborðum hjálpa til þess að stuðla að sjónrænu jafnvægi innan herbergisins, og hvítir skermarnir draga úr áhrifum gardínuvængjanna.
Púðar, teppi, vasar, bækur og aðrir fylgihlutir. Það er þetta sem gerir hús að heimili 🙂
Myndir og hluti texta fengið af Apartment Therapy.
Ég er svo innilega sammála þér með að fylgihlutir og það að hafa liti sé það sem gerir heimili að heimili. Ég er að færast meira og meira í þessa átt og alveg komin með nóg af svörtum og hvítum minimalískum heimilum….
Kv
Hugrún