…eins og vaninn er orðinn!
Daman orðin 9 ára og hver getur sagt mér hvert tíminn flýgur eiginlega?
Afmælið var í raun frekar rólegt í ár, margir sem komust ekki og við famelían ekki í miklu partýstuði. En við njótum þess alltaf að fagna þessum dásamlegu tímamótum hjá börnunum okkar.
Daman mín ljúfa vildi, rétt eins og bróðir sinn seinast (sjá hér) bara fallegt afmæli, enda dottin í smá skvísugír og var ekki tilbúin að vera með Monster High eða neitt slíkt. Fljótt breytast uppáhöldin hjá svona smápæjum!
Ég þarf svo að setja inn póst með meiri detail-um og hvað er hvaðan og hann kemur síðar í dag, vonandi.
Vona bara að þið verðið ekki fyrir miklum vonbrigðum þó að afmælið hafi verið með látlausara móti.
Meira um þetta allt síðar…
Núna þarf ég bara að líta eftir Snuðru og Tuðru og kanna hvort að þær séu búnar með allar kökurnar 🙂
Lágstemmt er líka gott! Lítur út fyrir að hafa verið alveg yndislegur dagur 🙂 Hlakka til að heyra meira!
Þetta finnst mér bara virkilega fallegt, en fallegust er auðvitað daman í bleika prinsessukjólnum 🙂 Dagurinn var fyrir hana ef hún var sátt þá tókst vel til hjá þér 😉