…og önnur afskorin blóm eru svo dásamlega falleg.
Það eina sem er hægt að setja út á við þau, er að líftími þeirra er ekki langur.
En hins vegar er það kannski ágætis lexía í sjálfu sér. Það er víst þannig í lífinu með svo margt, að að lokum þá rennur það okkur úr greipum.
Ég tel að á margan hátt þá sé hægt að líta á afskorin blóm sem ákveðna upplifun, dásamlega falleg og gefa af sér, og reyna bara að muna að njóta þeirra á öllum stigum. Alveg þar til blöðin fara að falla af þeim…
…þau eru yndisleg nýkomin í vasana…
…en endilega munið að túlípanar drekka ótæpilega mikið af vatni, og drekka gjarna yfir sig. Þess vegna á bara að setja 2-3 cm af vatni og bæta frekar á þá…
…en þeir fallegir…
…og alls ekki síðri þegar þeir fara af stað og opna sig…
…og það er eitthvað dásamlegt við blóm í könnum, ekki spyrja mig hvað – það bara er svoleiðis…
…þessir föööölbleiku túllar eru líka einstaklega fallegir. Liturinn er svo ljós að þeir eru næstum gagnsæir…
…löberinn er gamalt DIY, ef svo má að orði komast. Efni úr Ikea sem var bara faldað…
…❤…
…svo þegar líður á vikuna verða túllarnir sífellt “villtari” og teygja sig og sveigja í allar áttir…
…lengjast stöðugt þessar elskur…
…sko, náðu næstum að skella kossi á myndina…
…ég tók þá síðan og skar aðeins neðan af þeim…
…því þeir voru farnir að kyssa borðplötuna, sem mér fannst kannski fullmikið af því góða…
…síðan í gær þá kláruðu þeir sig…
…og fínlegu og fallegu krónublöðin lágu á borðinu.
Ef að komið var við blómin, þá féllu síðan seinustu blöðin af.
En fallegir voru þeir á meðan á því stóð – síbreytileg og viðkvæm fegurð – svoleiðis eru afskorin blóm ❤
Fallegur póstur….mér finnast túlípanar einmitt svo fallegir. Þarf að gera meira af því að versla mér eitt og eitt búnt af þeim af og til 🙂
Takk fyrir notalegan föstudagspóst 🙂 Góða helgi mín kæra!
Frábær póstur að vanda og ekki síðara umræðuefnið ….þessar elskur eru einmitt svo sjálfstæðir 🙂 og fallegir..
Kkv.
HuldaÞ.
Ég elska að gleðja sjálfa mig með túlípönum eða rósabúnti á föstudegi. Lífgar svo upp á heimilið 🙂
Góða helgi!
Notalegur postur. Eg keypti mer appelsinugula i gaer og er endalaust ad dast af theim. Koma lika svo fallega ut i Alvari. Goda Helgi og knus
Alltaf á að setja túlípana í ískallt vatn og helst ekki skera af þeim í byrjun (kemur of mikið slím) – rósir eiga að fara í vel volgt vatn og það á hins vegar að skera af þeim strax í byrjun.
Reglan er að blóm með hörðum stönglum eiga að fara í volgt/heitt vatn en mjúkir stönglar í kalt. Ef maður vill að blóm lifi lengi þá er gott að pakka þeim þétt í dagblað og geyma í grænmetisskúffunni í ísskápnum yfir nótt eða á öðrum köldum stað. Þannig endast þau enn lengur. Ég reyni að láta blóm lifa sem lengst og sker endalaust af þeim og enda oft með knúppa í “skot” glösum !!