…handa litlum manni 🙂
Fann þennan litla stól í Daz Gutes Hirdoz…
…og ég átti enn spreyafgang frá því að ég gerði lampann inn í herbergi litla mannsins…
…verkið á meðan það var í vinnslu
…þræddi smá silkiborða í bakið á stólnum
…og batt endann á silkiborðanum í slaufu aftan á
…bara kósý handa litlum gaur
…ekki satt??
Mjög flottur hjá þér. Síðan þín er í miklu uppáhaldi hjá mér og skoða ég hana oft.
Kveðjur, Þorbjörg (ókunnug)
p.s. gleymdi að segja að við deilum ugluáhuga því ég hef í fjölda ára safnað uglustyttum 🙂
Þorbjörg.
æði 🙂
Æðislegur!!!
Flottur hjá þér!
Kv.Hjördís
Ó enn æðisleg útkoma! Hvernig gerðiru þetta? Grunnaðiru stólinn eða einhvað fyrst eða spreyjaðiru bara nokkrar umferðir yfir hann? Fallegt litaval líka 🙂
Hæhæ, ég kíki reglulega á síðuna þína og deili með þér þessari skreytingaráráttu!
Langar svolítið að spyrja um stólinn, ég er með körfustór sem er orðinn svolítið þreyttur og mér datt til hugar að spreyja hann til að lappa svolítið upp á hann 🙂
Notaður eitthvað sérstakt sprey? Eða grunn undir venjulegt sprey eða jafnvel húð yfir??
kveðja
Lára
Takk fyrir öll kommentin dúllurassarnir ykkar 😉
Þetta var bara ósköp venjulegt sprey úr Verkfæralagerinum sem ég notaði, vann stólinn ekkert áður og húðaði ekkert yfir.
Sem sé bara, buy – sprey – enjoy!
🙂
kv.Soffia
Frábær síða! Og gaman að sjá þennann stól, þar sem það stendur einn svona hérna á gólfinu hjá mér, hálfspeyaður nema í hvítu =) Það vantar smá bast á sessuna (ekkert sem gerir til uppá að sitja í honum) En mikið er flott að setja svona teppi og bansa í, og fela þá í leiðinni “gatið” =)
Ég fór með þennan í nytjagáminn í byrjun október! Allavega einn nákvæmlega eins… Dásamlegur svona.