….takk fyrir falleg orð og frábær viðbrögð við stelpuherbergi KK í gær 🙂
Lanar að sýna ykkur nokkur smáatriði sem að ekki var farið nánar út í :
Myndarammi úr Ikea og kartoninu pakkað inn í gjafapappír frá Söstrene,
sniðug leið til þess að koma með skemmtilega liti og mynstur á annars hvítann vegg…
daman spilar á píanó, því tók ég nótnablöð og setti myndina síðan ofan á,
gerir myndina persónulegri og líka meira spennandi …
hvítir blaðakassar frá Ikea, skreyttir með smá skrautlímbandi frá Megastore…
…yndislegir fuglalímmiðar frá Söstrene…
myndin með K-inu, þetta er einfaldlega nótnablað sem að ég sneið innan í ramman.
Síðan prentaði ég K-ið út úr Word og klippti það út, og límdi bara ofan á.
Einföld leið til að búa til skemmtilega mynd í herbergið.
….aftur hvítu blaðakassarnir frá Ikea, notaði Mod Podge á endann á kassanum, setti svo skrapppappír yfir og aðra umferð af Mod Podge. Einföld leið til að gera blaðakassana eins og sérsniðna inn í herbergið….
…álpottar frá Ikea, smá skrautlímband sett neðan á….
…um að gera að nota fallegu leikföngin til skreytinga – eins og kastalann þarna á bakvið.
K-ið er úr pappa og er frá Tiger, málað blátt, smá skrautlímband sett á – og að lokum skrautfiðrildalímmiði.
Hey, já og endurnar á bakkanum – allt er betra á bakka, það er bara svoleiðis ;)…
…hvítir geymslukassar, verða meira spennandi með smá fiðrildum á…
…aftur karton pakkað inn í pappír…
…blómavasalímmiði frá Söstrene…
…yndislegur páfuglalímmiði frá Söstrene….
…og svo er ég alveg að elska þennan ramma, og hann kemur sko bara frá Megastore
og kostaði því aðeins 298kr!!
Fúffff, held að þetta svari flest öllu – einhverjar spurningar?? 🙂
oh já það er svo mikið af flottum pappír í Söstrene… ! Var einmitt að nota þá í bakgrunna í ramma í síðasta mánuði 🙂 Fann æðislegan bláan pappír með flugvélum! súper kjút! Ps. lovurblog!
Rosalega er þetta flott hjá þér og margar skemmtilegar hugmyndir 🙂 Verst að þessar búðir eru svo langt í burtu þegar maður býr ekki í borginni 😉 Þarf nefnilega endilega að fara poppa upp herbergi pjakkanna minna 🙂 Hvað heitir blái liturinn sem þú notaðir í herbergið ?
Kveðja Halla
gordjöss allt saman, svo gaman að þessum litlu smáatriðum 🙂
Hæ, fór í verkfæralagerinn á smáratorgi að kaupa mod podge og þeir könnuðust ekki við efnið ??
kv.
Elín
Hæ Elín,
ég keypti þetta engu síður þar – í deildinni með málningunni og strigunum. Annars geturu farið í Föndru eða svoleiðis búðir og keypt þetta þar 🙂
Gangi þér vel….
kv.Soffia