…sem standa í herbergi litla mannsins.
Fékk komment frá Sollu, þar sem hún spurði mig hvar ég hafði fengið þá…
Fékk komment frá Sollu, þar sem hún spurði mig hvar ég hafði fengið þá…
…þegar að ég var ófrísk af dömunni minni, fyrir 6árum, þá var ég að skoða InStyle tímaritið. Þar var verið að sýna herbergi hjá einhverri Hollywood-leikkonu sem að var með svona kubba í barnaherberginu hjá krílinu sínu. Ég fór í æsilegan leitarleiðangur á netinu og fann þá að lokum á Ebay og pantaði þá hingað heim. Þannig að þegar að daman kom í heiminn þá stóðu þeir í hillunni í herberginu hennar…
…ég prufaði að leita að þeim en finn þá ekki núna. Þetta er náttúrulega Bangsímon, en þetta er gamli Bangsímon, sem sé Classic Pooh….
…síðan þegar að við fluttum þá voru þeir líka settir inn í herbergið dömunnar þar.
Seinna þegar litli maðurinn kom í heiminn voru kubbarnir góðu, sem þá var búið að bakka niður fyrir þó nokkru síðan, teknir upp að nýju og standa aftur sína vakt….
…fyrst í baby-herberginu
…og svo núna í litla gauraherberginu
…og frá öllum hliðum 
…og samanpakkaðir
…þessir kubbar eru í þvílíku uppáhaldi hjá mér.
Eitt af uppáhaldsleikföngunum/hlutunum sem hafa verið inn í barnaherbergjunum….
Sveppastóllinn var hinsvegar fenginn í heildsölu og fæst því miður ekki lengur 
En talandi um kubba, þá eru þessir hérna til í vefversluninni hjá Sirku, alveg sérlega sætir og fínir.
Getið keypt þá ef þið smellið á þennan hlekk 
Rosalega flottir kubbar;) Hef líka séð kubba í Ilvu, Mál og menningu á Laugaveginum og ég held að kubbarnir sem eru til í Sirku séu líka til í Ólátagarði.
Kv.Hjördís
svona turnar eru svo skemmtilegir… turninn frá Sirku er ekkert síðri
Máninn minn á einmitt kubbana úr Sirku, ég féll alveg fyrir þeim á sínum tíma og þeir gera svoooo mikið fyrir herbergið
Knús, Anna Rún.
P.S. En mér finnst Bangsímon algjört æði, man eftir að hafa séð þetta hjá þér á myndum úr herberginu hennar VÖ.
http://www.ebay.com/itm/VINTAGE-WINNIE-POOH-NESTING-BLOCKS-NURSERY-TOYS-/150642493187?pt=LH_DefaultDomain_0&hash=item2312fe0703
Fann bangsimon kubbana á ebay ef þið hafið áhuga
Finnst þeir æðislegir!
Sæl Soffía
Er einhver leið að fá að senda á þig mail þar sem mig þætti vænt um að fá ráð varðandi vegg í barnaherbergi og mig langar að senda þér mynd 
Þetta er svo yndisleg síða og þú ert svo hugmyndarík og sniðug
kveðja
Þóra
Hjördís, þarf greinilega að kíkka í MogM, vissi af Ilvu og Ólátagarði
Gauja, Sirku-turninn er æði! Ekki spurning.
Elsku Anna Rún, þeir eru æði þessir kubbar allir – barn- og mömmuvænir
Íris, þessir eru krúttlegir!
Þóra, endilega sendu mér bara mynd á soffiadogg@yahoo.com – ekki málið
Ofsalega gaman að lesa og skoða það sem þú skrifar hér. Margar góðar og smekklegar hugmyndir. Svipaðir kubbar eru líka til í vefverslun Lítil í upphafi http://litiliupphafi.is/index.php?option=com_ahsshop&flokkur=129&Itemid=60
Takk fyrir mig!
Vala Kristín.