Happy Halogen 2011…

…hið árlega Halógen-partý var haldið núna um helgina. Til að fá nánari útskýringu á Halógen-nafnið þá getið þið smellt á feitletraða hlekkinn hér á undan 🙂
Við undirbúning á búningunum okkar þá reyndi ég að nota bara hluti sem að við áttum hérna heima.
Fyrir minn búning þá dró ég fram þess skó sem ég var nánast hætt að nota…
…síðan notaði ég barasta glært sprey og rautt glimmer sem að ég átti og….
…Dórótea úr Galdrakarlinum í OZ mætt á svæðið 🙂
Reyndar keypti ég sokkana, er bara alveg hætt að ganga í hvítum blúndusokkum dagsdaglega.
…daman var í samfesting af frænku sinni, ég saumaði síðan bönd yfir axlirnar.  Síðan var skreytt með hálsfestum hátt og lágt og þannig var Jasmín prinsessa mætt á svæðið…
…greyið eiginmaðurinn var síðan klæddur í svart og um hálsinn á honum skelltum við hvítri hárspöng sem að daman á ásamt krossi.  Skelfilegu yfirvaraskeggi og pörtum – og ógrynni af hárvörum og spreyji, þannig mætti einn skelfilega sleezy prestur á svæðið…
…og tengdó var alveg óvart í stíl – gaman!
Systir mín var gestgjafi að vanda og hún sleppti sér alveg í skreytingunum, allt saman alveg hrikalega flott 🙂
Frábærar heimalagaðar pöddur voru upp um alla veggi…
Kökurnar voru hryllilega flottar, og það er engin lygi…
Snillingurinn hún Ella Helga, frænka mín, sá um þær –
takið eftir beininu innan í afskorinni hendinni – spúkí!
Diskómúmía, not so much Staying Alive….
Skrautlegir gestir…
Marge and Homer Simpson..
…Im keeping my eye on you….
mannætu?sykurpúðar…
Sætu krílin mín, og litli maðurinn í geggjuðun Gúragalla sem að hann fékk að láni…
Kleópatra var gestgjafinn góði…
…meira að segja myndir á veggjum eru skreyttar
..maturinn var mikill og góður!!!
…leyfum svo meiri skreytingum að njóta sín í lokin!

Þú gætir einnig haft áhuga á:

3 comments for “Happy Halogen 2011…

  1. 31.10.2011 at 09:25

    hohohooo þetta var eitt, hræðilega, gleðilegt Halógen.

    Metnaður í búningum fær 12 prik af 7 mögulegum. Ahhh, hamingja og regnbogar.

    Ég er enn södd.

    Ég er enn gul… sem er öllu verra :/

    Lov jú longtæm!

  2. Anonymous
    31.10.2011 at 11:02

    “Thats how you do it” 😉
    Ógeðslega flott allt saman.
    Kv. Auður.

  3. 02.11.2011 at 23:10

    Þetta er bara flott !

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *