…eitt af því besta við baðið hjá okkur, var sú ákvörðun að lengja kassann yfir salerinu og útbúa langa hillu. Enda var sko konan, sem var að flytja inn í húsið (ég!), með það á tæru að hún þyrfti sitt pláss fyrir punterí.
Þessi hilla er líka ávalt skreytt með hinu og þessu, allt eftir hvað er á lausu og heillar í það og það skiptið…
…í augnablikinu eru það fallegu Love Song vasarnir frá Kahler, sem geyma gullin mín, og auka förðunarbursta, sem ekki eru í noktun…
…þarna sjást einmitt tvo mjög svo uppáhaldsgull, festin með mynd af krökkunum mínum, og síð gullfesti frá henni mömmu með hnettinum á…
…annars er þetta smá vetrarlegt um að lítast – hrímaðar skreytingar í glerkrukkum og hús sem eru að standa af sér bylinn…
…og þegar litið er yfir heildina – þá er þetta svona…
…annars verð ég að deila gullkorni með ykkur. Um daginn kallar húsbandið mig inn á bað og spyr: Hvursu lengi á hin heilaga Guðsmóðir að stara svona á mig á meðan ég pissa hérna?
Bwahahaha….það sem ég hló! Áttaði mig ekki alveg á þessu þar sem ég sný ekki að henni, júsí!
Ég benti honum hins vegar á að hún væri sérlegum glerhlífðarhjálmi, þannig að dvöl hennar gæti verið um ókomna tíð – sér í lagi ef menn vanda sig betur með svona áhorfanda……hahahaha!
…það er víst um að gera að hafa gaman af þessu!
Litlu hlutirnir – þeir gefa oft lífinu gildi….og vonandi litlu póstarnir líka
HAHAHAHAHAHA, geturðu ekki bara sett á hana sólgleraugu svo hún sé ekki svona nærgöngul, nú eða húsbandið getur bara gert það sitjandi

Ég hló upphátt þegar ég las gullkornið með heilaga Guðsmóður
Hvar er hægt að kaupa svona dásamlega fallegt myndamen?
Berglind, hálsmenið er frá Prentagram:
http://prentagram.is/collections/frontpage/products/halsmen
HAHAHAHAHAHAHA!! Húsbandið þitt er náttúrulega bara snilld
Flott uppstilling hjá þér á hillunni og gott að hafa heilaga guðsmóður í hlífðarhjúp
Ha ha snilld, svo Valdimar og aðrir gestir og standandi karlmenn komnir með áhorfanda, vá hvað ég hló
Þeir verða hreinlega bara fá sér sæti, eins og margir doktorar mæla með, ef þeir vilja forðast nærgöngul augu hinnar heilögu Maríu Mey
Panta að fá mér Heilaga Maríu þegar nýja baðherbergið fer upp (“,)
Ps. Nope var ekki komin svo langt í póstinum þegar ég talaði við þig
þeir verða bara að læra að pissa sitjandi þessir bændur þú getur líka bent honum á að fara úr nærjunum og setja yfir glerið nú eða hansklæði
En svakalega hló ég hann er findinn húsbandið þitt
Til hamingju með sigurinn í Ikea hackinu:)