Ljósaskreyting…

….ég fékk smá hugmynd að skreyta ljósið yfir borðstofuborðinu okkar.  Greip því nokkrar Coryllus-greinar og vír og lagði í leiðangur.
…ég ákvað svo að prufa að draga kristallana mislangt niður, svona til þess að breyta aðeins til…

…hérna sést vel munurinn á því þegar að kristallarnir eru jafnir, eða í misjafnri hæð…

..sniðugt tips, þurfti að þrífa kristalla sem hanga á.  Byrjaði á að taka tvo af og þrífa en það tekur ógó langann tíma.  Svo notaði ég tusku en það var líka tímafrekt.
Datt í hug að setja bara heitt vatn í glas með smá þvoli, og handklæði undir krónuna – og svo dúmpaði ég bara kristöllunum ofan í – tók engann tíma og þeir urðu eins og nýjir 🙂

..síðan þegar ég var búin að skreyta greinarnar, með nokkrum kristöllum sem að ég tók af ljósakrónunni, aukakristöllum og svo jólakúlum þá var þetta svona…

…er nokkuð mikið kát með hvernig tókst til, skemmtileg tilbreyting…

…og svo er komin skemmtileg tenging við skreytinguna á bakkanum, 
smá glamúr ásamt natur í bland…

…ljóskrónan er alveg eins og ný núna

…og var bóndinn ekki kátur með fókusinn í seinasta pósti og því koma hér betri myndir…

…hvað finnst ykkur?

…skemmtilegt?

…jólin og jólaskreytingar eru nú bara yndislegar 🙂

Þú gætir einnig haft áhuga á:

9 comments for “Ljósaskreyting…

  1. Anonymous
    23.11.2011 at 09:15

    Vááá hvað þetta er flott. Tónar mjög vel saman við bakkaskreytinguna :=)) en hvar fæst þessi flotta grein sem þú settir í ljósið

    Kv. Óla

  2. Anonymous
    23.11.2011 at 09:50

    ofsalega fallegt hjá þér; bæði ljósið og borðið 🙂

  3. Anonymous
    23.11.2011 at 10:38

    Skemmtilegt hjá þér eins og alltaf.
    Kv, Sigga.

  4. Anonymous
    23.11.2011 at 12:05

    Svo kósý:)
    Kv. Auður.

  5. Anonymous
    23.11.2011 at 17:52

    VÁ! Þetta allt er alveg geðveikt!! 🙂

    Kv. Helga

  6. 23.11.2011 at 18:26

    Gott ráð með að þrífa kristallana….ég á sko eftir að nota það 🙂 og krónan er alveg æði! Brill hjá þér!!!

    Óla, þú ættir að fá svona grein í flestum blómabúðum.

  7. Anonymous
    23.11.2011 at 20:14

    Sæl Dossa
    Hvar fæst svona hreindýramosi eins og er á bakkanum ?? langar svo mikið að breyta til með bakkann minn sem er alltaf á eldhúsborðinu/borðstofuborðinu og setja svona fínerí 🙂

    Skemmtilegt að sjá svona hugmyndir á hverjum degi, verða verðlaunin mín í próflestrinum að kíkja við hjá þér einu sinni á dag 🙂

    kveðja
    Kristín S

  8. Anonymous
    24.11.2011 at 14:07

    þetta er glæsilegt hjá þér ! svo kósý eitthvað 🙂

    Jóhanna sem er með æði fyrir að skoða þetta blogg 🙂

  9. Anonymous
    26.11.2011 at 09:51

    Ég gerði svona ljósakrónu fyrir morgun árum ( aðeins úr greinum og kristöllum og glærri jólaseríu)
    Vekur alltaf jafn mikla athygli

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *