..eru ekki allir að fá nóg af þessu?
En þessi elska sem kom inn á heimilið í sumar, alla leið frá RL Vöruhúsi, þurfti náttúrulega nauðsynlega að komast í meiri jólafílíng…
En þessi elska sem kom inn á heimilið í sumar, alla leið frá RL Vöruhúsi, þurfti náttúrulega nauðsynlega að komast í meiri jólafílíng…
…úúúúúú og á meðan ég man, hann minnir mig svolítið á þennan hérna frá Potterybarn.com
… en aftur yfir í jólin, getið hvað ég notaði – nú líður yfir ykkur!
Köngla!!! Ójá, könglar, kerti og svo auðvitað sveppina….
….jólin eru að verða mikið hvit og brún hjá mér í ár,
þetta átti fyrst að vera bara tímabundið, af því að ég er ekki búin að taka upp úr öllum kössum, en ég er alveg að fíla þetta í ræmur 🙂
…og svo er svo gaman að setja fínlegu fjaðratrén með þessu grófa –
andstæður sem að bæta hvor aðra upp 🙂
….oh my lord, sjáið hvað ískápurinn er illur þarna á bakvið,
logandi augu og galopinn munnur…
…hérna á bakvið sjáið þið “sneak peak” á verkefni morgunsdagsins,
eruð þið ekki spenntar?? 🙂
Ekkert smá sætir sveppir
kv. Erla
http://www.gigtarplagan.blogspot.com
Ótrúlega flott hjá þér;) Ég á einmitt einn svona hvítan bakka sem að eg þarf endilega að skreyta. Spurning að tína nokkra köngla og kaupa einhverja flotta kertastjaka;)
Kv.Hjördís
skemmtilegt 🙂 er líka að missa mig í könglunum þessa dagana. Bý til endalaust af krönsum. skelli þeim á síðuna mína á næstunni 🙂
Glæsilegt hjá þér. Finnst svooo skemmtilegt að koma í “heimsókn” á síðuna þína og fá fallegar og skemmtilegar hugmyndir 😉 en viltu deila því hvar þú keyptir þessi fallegu hvítu tré og skemmtilegu sveppina?
kv G.
En gaman að sjá öll þessi jólablogg, get ekki beðið eftir að klára prófin og fara að dúlla mér!
Hvar fékkstu þessi jólatré? Mér finnst þau æði
KvElna
bjútífúl 🙂
gaman að kíkja hérna og fá jólastemninguna
ég á líka svona bakka sem ég spreyjaði hvítan og notaði undir ýmislegt dót í föndurherberginu.En svo tók ég hann og skreytti upp á nýtt og setti inn í stofu best að taka nú myndir af honum og setja ábloggið mitt
kveðja Adda
Hæ,
Ekki veistu hvað liturinn sem þú notaðir í þetta herbergi: http://dossag.blogspot.com/2011/10/stelpuherbergi-kk-fyrir-og-eftir.html heitir og fæst?
Æðisleg hvítu fjaður-tréin…ilva ekki satt?? annars allt voða flott hjá þér og gaman að fylgjast með 🙂
-María-