Hver hefði trúað…

…en í gær gerðist dulítið sem ég er búin að vera að bíða eftir.

Sólin skein og það kom birta inn í húsið – þið vitið, alvöru birta.

01-2015-01-28-134623

Mér hefur fundist vera dimmt, þrátt fyrir smá sólarglætu úti við, en í gær var þetta eitthvað öðruvísi.  Bjart og fallegt…

02-2015-01-28-134632

…vá hvað þetta gladdi mig mikið…

03-2015-01-28-134636

…og gladdi strákana líka, sem nutu þess að liggja í sólargeislunum..

04-2015-01-28-134653

…á meðan ég bíð eftir að finna rétta hægindastólinn til þess að hafa við sófana, þá setti ég skemilinn okkar þarna.  Hann varð hins vegar eitthvað einmanna en það lagaðist þegar á hann lagðist þessi risagæra 😉

Allir verða glaðir þegar þeir kynnast risagærum, ekki satt?

05-2015-01-28-134659

…lenti í skemmtilegum samræðum inni á Skreytum Hús hópnum í gær, þar sem ein var svo hissa yfir að ég væri ekki með sjónvarpið í miðjunni á skenkinum.  Ég varð alveg gapandi bit, því ef ég á að segja eins og er – þá kom það aldrei til greina.  Ég myndi ekki fíla að hafa sjónvarpið í miðju og litla hluti sitt hvoru megin við það.  Svona erum við nú misjöfn og misjafnt hvað hver og einn þarf til þess að láta sér líða vel 🙂

Hugsunin hjá mér er meira sú að sjónvarpið sé eins og hluti af óreglulega myndavegginum, og þykkasti ramminn kemur þarna við hliðina á því, svona sem smá mótvægi.

Fyrir mig er þetta sjónrænt jafnvægi – ef það skilst…

07-2015-01-28-134903

…sjáið bara sólargeislana leika sér – litlu krúttin á þeim…

08-2015-01-28-134913

…síðan er náttúrulega allt svo bjart með nýja sófanum góða – ps hvenær hættir maður að kalla nýjan sófa, nýjan sófa?
Er það við fyrsta blett? Eða hvað?

ps. það er ekki kominn blettur, enn, 7 – 9 – 13…

09-2015-01-28-134916

…ein af uppáhaldsfjölskyldumyndunum, reyndar án hunda, en þessi er samt uppáhalds (mæli sko með Infantía)…

12-2015-01-28-134945

…stjörnurnar sem prýddu eldhúsgluggan yfir jólin eru komnar í boxin sín upp á háalofti.  En, þessar tvær, og kannski ein systir þeirra fengu að dóla áfram hérna niðri, enda hvítar og mattar keramik stjörnur og ekkert of jóló við það…

13-2015-01-28-134957

…það er líka gaman að hengja hitt og þetta á þennan stiga, annars verður hann bara einmanna greyjið!

14-2015-01-28-134959

…blessaðarar pínurnar eru komnar á hærri stall í lífinu, og fengu disk á fæti undir sig.  Þær voru það lágar að það rétt sást í þær, að mér fannst, og svo vantaði mig líka stað fyrir diskinn – 😉

17-2015-01-28-135014

…dásemdar sólargeislar – já, og annað varðandi sjónvarpið ekki í miðju.  Það er nefnilega hægt að snúa því, þannig að ég get snúið því í átt að t.d. eldhúsborðinu og setið þar og skrandað eitthvað föndur og glápt á eitthvað ótrúlega menningarlegt í sjónvarpinu á meðan (t.d. Friends eða Parenthood eða…)…

20-2015-01-28-144453

…annar ótvíræður kostur við sófasettið er líka hversu háir fæturnir á því eru.  Það er auðvelt að ryksuga undir því, og eins þið sjáið á þessari mynd, þá skín birtan líka undir sófann og þá virkar allt léttara og bjartara.  Næs…

28-2015-01-28-144640

…ég hlýt að vera með málæði, því að þetta var bara stofan sem ég náði að sýna ykkur!

Afsakið mig!

24-2015-01-28-144542
…Raffinn okkar segir samt að ég tali alls ekki of mikið – en hann er reyndar heyrnalaus, blessaður kallinn ❤

Hvað segið þið samt, náði sólin að gleðja ykkur í gær?

26-2015-01-28-144613

6 comments for “Hver hefði trúað…

  1. Margrét Helga
    29.01.2015 at 08:10

    Ójá…sólin náði sko að gleðja mig í gær 🙂 Er þannig í sveit sett að hún hverfur hjá mér í ca 2 mánuði á ári og svo birtist hún aftur í gær þessi elska! Reyndar ca viku of seint en hvað getur maður (eða sól) gert þegar það er endalaust skýjað?? En það var sko gott að sjá hana blessaða. Héldum í gamlan sið og höfðum sólarkaffi í gær.

    Frábær póstur hjá þér mín kæra, eins og svo oft áður…eða eiginlega bara alltaf! Og snilld að hafa sjónvarpið ekki á miðju borðinu. Hef bara aldrei pælt í því áður en þetta liggur bara í augum uppi þegar maður sér þetta svona!

  2. Berglind Ásgeirsdóttir
    29.01.2015 at 08:34

    Yndislegt. Það er alltaf svo gott þegar janúar er að klárast því það vita allir að febrúar er yndislegur mánuður með sinni birtu en samt myrkri líka.

  3. Kolbrún
    29.01.2015 at 08:45

    Ó já hún gladdi sko þessi elska og mér skilst að það eigi að koma annar svona dagur upp úr hádeginu ég var svo glöð í gær að það fengu bara allar sængur að hendast út á snúrur og dásemdin ein að leggjast í rúmið í gærkveldi.Sammála þér það verður allt eithvað svo léttara þegar gula kúlan skín.

  4. AnnaSigga
    29.01.2015 at 18:34

    🙂 sjónvarpið hefur alltaf verið svona til hliðar hjá mér 😀 en núna er ég með miklu stærra sjónvarp en undanfarin ár þannig það sést ekki eins vel núna en þegar litla sjónvarpið var á borðinu 🙂

    En sólin gleður alltaf þegar hún mætir 🙂 hefur komið nokkru sinnum hérna á Akureyri síðan um áramót en alltaf staldrað stutt við samt 🙂

    Brátt líður að vorinu er það ekki annars ??

    Takk fyrir gott blogg 🙂

  5. Halla Dröfn
    29.01.2015 at 19:31

    Smá (eða mikil) öfund út í sólina, hér eru sko 3 vikur í sólarkaffi en á meðan sé ég ekki hversu óhreinir stofugluggarnir eru eftir öll kertin 😉
    Annars virkar stofan þín voða ljós of létt með nýja sófanum, en TV fyrir miðju eða ekki- bara þar sem það virkar fyrir fólk 😉

  6. Íris Björk Felixdóttir
    29.01.2015 at 19:33

    Þetta er allt svo fallegt, er svo sammála með sjónvarpið, hafði þetta alltaf svona hjá mér á meðan ég var með langan skenk, er með mun minni hirslu undir þetta núna þannig að tv passar bara akkúrat:)

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *