…og síðar í dag, örverkefni #2, sem að tengist meira jólunum!
Í þetta fór:
Lítill bakki sem ég keyppti í Rúmfó á 100kr
Skrapppappir frá Söstrene
Mod Podge, keyptur í verkfæralagerinum
Pappírinn klipptur til þannig að hann passi innan í bakkann.
Bakkinn penslaður með Mod Podge,
pappír lagður ofan á,
penslað aftur yfir með Mod Podge.
…hef lent í því að pappírinn verði aðeins upphleyptur og með smá svona lofti undir,
en það virðist lagast alveg þegar að þetta þornar.
Easy, peasy og nýr bakki 🙂
…meira að segja með kortaþema!
skemmtileg hugmynd! En hvað er þetta “Mod podge”? Hef séð svo marga nota það á svo mörgum bloggum…
Hæ Kristín mín,
Mod Podge er lím, en líka eins og lakk næstum! Sem sé notar það fyrst til þess að líma niður pappírinn. En svo þegar að þú ferð aftur yfir hann með þessu þá kemur eins og glær himna yfir þannig að auðvelt er að þurrka af og svoleiðis 🙂
Hæ hæ þetta er allt svo fallegt hjá þér og sniðugar hugmyndir. Veistu nokkuð hvar hægt er að fá kristalla í ameríku langar svo svaka mikið í lengjur með kristöllum eins og perlufesti 🙂
Kv. Ingunn
snild 🙂