…og það er svoldið jóló!
Í þetta var notast við:
Vírherðatré (þessi úr fatahreinsunum)
Vírtangir ( til að beygja )
SIA-lengja, græn með örlitlu glimmerögnum á
Fínlegur krumpuvír
Bjöllustjarna
Þetta var svo einfalt og tók um það bil 5 mínútur frá byrjun til enda.
Herðatréð var tekið og beygt í hring með vírtöngunum,
mjög sniðugt að nota það í þetta þar sem að kransinn er með tilbúin hanka frá fyrstu stundu.
…lengjan var með litlum plasthringum á endunum sem að ég smeygði bara yfir hankann á herðatrénu,
síðan var hún vafin allann hringinn…
..eins og sést aðeins á þessari mynd, þá vafði ég síðan fínlegum krumpuskrautvír allan hringinn,
bæði til þess að fá smá glitr í kransinn og til þess að halda honum fallegri í laginu…
…mér fannst hann eitthvað tómlegur, þannig að ég skellti bjöllustjörnu innan í…
…og þannig fékk ég voða sætann lítinn krans á spegilinn í forstofunni.
Hafið þið gert ykkur krans úr herðatré??
vá þessi er gordjöss… ég er búin að gera ein svona típískan með jólakúlum
þú ert náttúrulega bara snillingur og allt svo smekklegt hjá þér
kveðja Adda
Nú er bar að henda sér í kransagerð!!! þetta er rosa smart og einfalt. Flott eins og allt sem þú gerir:-)
Kv Guðrún
Ekkert smá flott! Hvar fékkstu lengjuna og bjöllu stjörnuna?
Æðislegt! Snilldar hugmynd! Flott hjá þér eins og allt annað sem þú ert að gera. Elska að kíkja hingað inn á síðuna þína.
Kv. Kristín