…að eftir þessa heimsókn í Rúmfó, þá varð ég að deila með ykkur nokkrum myndum af því sem kom með heim…
…reyndar er best að byrja á því að á leiðinni kom ég við í Garðheimum, og kippti með mér einum “Blómvendi mánaðarins“, sem er nýjung hjá þeim. Að þessu sinni var það fallegur blandaður túlípanavöndur með grænu og ekki er nú leiðinlegt að fá blessaða túllana í hús…
…ég réttlætti þetta að sjálfsögðu með því að bóndadagurinn er í dag, en með sanni get ég víst sagt ykkur að eiginmaðurinn er ekki mikill blómakall og það er næsta víst að þetta gleður mig mera en hann, en hins vegar er annað okkar þá kátt 🙂
…þetta er líka svo kjörið fyrir ykkur sem finnst vera tómlegt svona eftir jólin – þá geta afskorin blóm gert kraftaverk heima hjá ykkur…
…ég tók síðan vöndinn og setti hann í “blómavasa” ásamt kertastjakatríó-inu sem fylgdi mér heim úr Rúmfó…
…þessir stjakar komu í þessari litasamsetningu, og líka í bleikum tónum, og kostuðu eitthvað um 1400 kr fyrir alla þrjá. Snilldin er síðan að hægt er að nota líka sprittkerti í stjakana…
…krukkuvasinn er gamalt DIY-verkefni, en þetta er stór salsakrukka með mynd prentaðri af netinu, og sett á með ModPodge…
…dásemdarklukkan fékk að koma með heim og stjakarnir færðu sig um set…
…síðan var prufað hitt og þetta undir hana, og ég komst að þeirri niðurstöðu að ég gæti bara róterað þessu öllu…
…og hana nú!
…en blómin fengu að vera áfram á eldhúsborðinu, ásamt kertum auðvitað…
…njóta sín ágætlega á brauðbrettinu…
…ekki satt?
…og talandi um kertastjaka, þá var ekki úr vegi að taka þessa þrjá líka með heim…
…hrikalega krúttaðar…
…þrjár saman í pakka…
…á um 1000kr…
…sko! Það veitti ekkert af þessu…
…hornið komið í gír…
…bara kósý að mínu mati…
…bæði á borði og á hillu…
…síðan er best að óska bónda mínum elskulegum til hamingju með daginn ♥
Ég get varla beðið eftir að sjá hann stökkva um í annari skálminni utandyra, eins og hefðir segja til um:
Bóndadagur – Wikipedia, frjálsa alfræðiritið
- … með því að þeir áttu að fara fyrstir á fætur allra manna á bænum þann morgun sem þorri gekk í garð. Áttu þeir aða fara ofan og á skyrtunni einni, vera bæði berlæraðir og berfættir, en fara í aðra skálmina og láta hina lafa og draga hana á eftir sér á öðrum fæti, ganga svo til dyra, ljúka upp bæjarhurðinni, hoppa á öðrum fæti í kringum bæinn, draga eftir sér brókina á hinum og bjóða þorra velkomin í garð eða til húsa. Síðan áttu þeir að halda öðrum bændum úr byggðarlaginu veislu fyrsta þorradag; þetta er „að fagna þorra“.
…sum sé, til hamingju með bóndadaginn og góða helgi á línuna ♥
Æ já…ég kemst ekki af bæ í dag þannig að mannurinn minn verður að bíða þangað til á morgun til að fá blóm! En yndislegir hlutir sem þú tókst með heim frá RL og skemmtileg uppröðun á öllu saman…allar týpur af uppröðun :p
Takk fyrir tvo föstudagspósta 🙂
Knús!
Kósý hjá þér <3 Ég tók eftir einu extra skemmtilegu í þessum pósti, þið hjónin giftuð ykkur í sveitakirkjunni minni, Stafholtskirkju, og Sr. Brynjólfur gaf ykkur saman <3 Ég er í kirkjukórnum í þessari kirkju, hef sungið með í ein 25 ár og mér fannst eitthvað kunnuglegt við myndina af ykkur á brúðkaupsdaginn 🙂 Skoðaði síðan myndirnar frá 9 ára brúðkaupsafmælinu og þá var ég alveg viss 🙂
Gaman að því! Kirkjan er svo yndisleg, og amma og afi mannsins míns eru jarðsett þarna, þannig að við berum sterkar taugar til hennar <3