Falskur franskur…

..meira svona bara, gervifranskur 🙂
Hver hér hefur ekki látið sig dreyma um franska glugga, nema kannski þær sem eiga hús með svoleiðis dásemdum og þurfa að þrífa þá….
…í það minnsta hefur mig ávalt langað í svoleiðis gersemi.
Í einni af útilegum mínum í Daz Gutez Hirdoz núna síðla sumars rak ég augun í gamlan spegil.  Keypti hann reyndar ekki, en þegar að ég var enn að hugsa um hann tveimur dögum seinna ákvað ég að trítla af stað aftur, og viti menn, hann var enn á svæðinu.  1500kr seinna hvíldi hann sáttur í skottinu hjá mér.
Greyjið var reyndar ekki smáfríður, og hafði fengið skelfilega meðferð hjá fyrri eigendum, boraður upp á einhverjum 6 stöðum – þrátt fyrir fína festingar aftan á.  En svona er þetta stundum og mér fannst lagið á honum bjútífúlt…

…síðan sótti ég spreybrúsan góða og beitti honum af alkunnri hæfni 😉 

…og ef þið eruð að velta fyrir ykkur hvers vegna ég er að blaðra um franska glugga/spegla, þá er ástæðan sú að hann er svona í dag…

…borðið hefur breyst enn einu sinni, oh mæ gad – en óvenjulegt!

..eins í grunninn en komplimentar núna mun betur “nýja” speglinum mínum

..hvernig líst ykkur svo á gripinn? 

…nú ef þið eruð að velta fyrir ykkur hvernig ég “franskaði” spegilinn upp, þá var það einfaldlega með svörtu einangrunarteipi, mjög simple!

…smá kósý

…kósý í seríuljósi… 

..ég er ekkert viss um að ég tími að taka þessa elsku niður eftir jólin, kannski fær hann bara að hanga áfram uppi.  Önnur hugmynd var reyndar að skipta honum niður í 24 bil og gera dagatal,
en ég var hrifnari af honum, svona…

…rétt upp hönd, eða like, allir sem eru sáttir við fransmanninn minn 🙂 

17 comments for “Falskur franskur…

  1. Anonymous
    06.12.2011 at 08:20

    Mér finnst hann æði, og þú líka. Svo flott hjá þér hvað sem þú gerir 🙂 Með kveðju, Guðrún

  2. Anonymous
    06.12.2011 at 08:48

    Geggjað! Þú ert algjör snillingur;)

    Kv.Hjördís

  3. 06.12.2011 at 09:55

    hann er truflað flottur 🙂

  4. Anonymous
    06.12.2011 at 10:43

    OMG hvað þetta er fallegt hjá þér eins og allt annað sem þú gerir. Þú erat algjör snillingur!!!

    Kv jóhanna Björg

  5. Anonymous
    06.12.2011 at 10:50

    GEGGJAÐÐÐ, knús (“,)

  6. Anonymous
    06.12.2011 at 11:02

    Guðdómlegt … æðislegt!
    Svo rómó – hvar fékstu svona litla pappastjörnu?
    Kv. SH

  7. Anonymous
    06.12.2011 at 13:33

    Vá vá þetta er bara æðislegt eins og svo sem allt sem þú gerir 🙂

  8. 06.12.2011 at 13:53

    Hann er algjörlega yndislegur og passar svo flott við borðið. Það er æðislegt að fá að fylgjast með skreytingunum hjá þér þær eru alltaf svo flottar
    kveðja Adda

  9. Anonymous
    06.12.2011 at 16:15

    Ekkert smá flott. Held ég fari nú að leita að svipuðum spegli og “franski” hann upp eins og þú.
    -Valdís

  10. Anonymous
    06.12.2011 at 18:30

    Sjúklegt!!! Rosalega flott hjá þér eins og allt sem þú tekur þér fyrir hendur elsku Soffía 🙂
    kv. Helena

  11. Anonymous
    06.12.2011 at 20:57

    þú et snillingur …… ég elska líka franska glugga,

    Kv. Anna

  12. 06.12.2011 at 21:47

    alveg geggjaður hjá þér, alltaf jafn gaman að skoða bloggið hjá þér.

    kv Birna

  13. Anonymous
    07.12.2011 at 14:09

    Geggjaður!!!!!

  14. Anonymous
    07.12.2011 at 23:40

    Vá hvað hann kemur flott út, bara æði.
    Kv. Auður.

  15. Þuríður
    03.11.2014 at 18:56

    Þetta er fallegur spegill og skreitinginn

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *