Smá breytingar…

…pínu pillerí og alltaf að laga oggupons.
Gestaherbergis/skrifstofan gekk í gegnum sínar smá breytingar í sumar, en þeim er víst enn ekki lokið.
Því var það þegar að ég sá teppi sem að mér fannst smellpassa þangað inn, að ég gat ekki staðist það.  Ekki nóg með að það væri í réttu litunum, heldur voru sko líka fuglar á því, og blóm og sitthvað sem að gleður litlar Dossur 🙂
…teppið var ekki til í réttri stærð fyrir rúmið en ég lét það ekki stöðva mig og ákvað nota það bara þversum yfir rúmið, ásamt gamla teppinu, og líkar það bara ágætlega..

…og hvíta loðna teppið er nú bara líka af því að það er vetur og gott að geta tosað hlýtt teppi yfir táslur á meðan maður situr í tölvunni á kvöldin…

…smá jól í glugganum…

…mér finnast teppið og gluggaflekarnir fara vel saman, eru í stíl án þess að vera í stíl, sem er einmitt það sem að ég vildi…

…held ég hafi aldrei verið búin að sýna ykkur þennan spegil, en þessi gersemi féll í hendurnar á mér í Daz Gutez Hirdoz í sumar, svona hvítmálaður og alles…


…þetta litla sæta aðventuljós fannst einmitt líka þar, og ég spreyjaði það ekki einu sinni heldur!

..næsta mál er að taka þessa litlu mynd af litla manninum og stækka hana eins og myndin af stóru systur sem hangir á vegginum fyrir ofan, mér finnst þær passa svo vel saman 🙂

…stjarnan trónir svo í vasanum, en þyrfti að fá ljós innanborðs.

4 comments for “Smá breytingar…

  1. 13.12.2011 at 09:11

    æðislegt teppi og passar akkúrat við gardínurnar.
    hvíti spegillinn bara æði og jólagluggin jólalegur og sætur 🙂

  2. Anonymous
    13.12.2011 at 10:17

    Mjög flott hjá þér. Teppið tónar einmitt svo flott með gardínunum.

    Kv.Hjördís

  3. Anonymous
    13.12.2011 at 10:29

    Mjög fallegt, það er svo gaman að fylgjast með blogginu þínu.

    Mig langar svo að spyrja þig um eitt, því ég ímynda mér að þú vitir allt 🙂 Í haust sá ég á einhverju íslensku bloggi grein um svona gamaldags, töff, retró fótboltamyndir/plaköt af hinum ýmsu stórstjörnum í fótbolta og svo fylgdi færslunni linkur á erlenda síðu þar sem finna mátti fleiri myndir. Mig langar svo rosalega að finna þetta aftur. Ekki vill svo heppilega til að þú hafir séð þetta og munir á hvaða bloggi þetta var ?

    Kv. Hrönn

  4. Anonymous
    02.02.2012 at 19:40

    Hæhæ
    Glæsileg breyting hjá þér. Má ég spyrja hvar þú hafir fengið þetta fallega græna teppi??? Það er bara æði 🙂
    Alltaf gaman að kíkja hérna inn, maður getur endalaust skoðað gömul blogg og orðið bilaður af hugmyndum á eftir 😉
    Bkv. Unnur

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *