…stundum er betra að hvisla en kalla.
Þessi póstur er bara hvísl, lítill og hljóður – en vonandi ljúfur og góður…
…eldhúsið er komið í eftir-jóla-búninginn sinn, eins og restin af húsinu…
…þessi kertastjaki geymir reyndar enn piparkökumót – en hver segir svo sem að þau séu bara jóló…
…og svo eru það alltaf blessuð kertin, litla blingið sem er á þessu fékkst í A4 fyrir jólin…
…en vaxið sem hefur lekið niður á þennan, það er heimasmíðað 😉
…lítill íkorni geymir grænar minningar frá jólum og mænir á restar af lakkrístoppum…
…stóra 3ja hæða karfan er komin aftur á eyjuna…
…geymir bamba litla…
…og ýmsa nytjahluti…
…og hitt og þetta í bland…
…smá grænt fær að vera áfram, enda er engin ástæða til annars…
…og þetta krútt sem kom til mín á pabba pakka um jólin…
…og meira að segja ein einmanna jólakúla sem fékk að kúra áfram…
…og auðvitað enn fleiri kerti…
…og einn merkimiði frá jólum, sem fékk líka landvistarleyfi um ótakmarkaðann tíma…
…sem sé, eftirjólaeldhús – kertaljós í massavís…
…er ekki annars allt gott að frétta?
Yndislega rólegur miðvikudagsmorgunspóstur 🙂 Maður kemst alveg í afslöppunargírinn við að lesa hann og skoða myndirnar!
Njóttu dagsins mín kæra 🙂
Dásamlega rólegt yfir honum. Kerti eru alltaf svo róandi og ekki slæmt að byrja daginn þannig.
“og þetta krútt sem kom til mín á pabba um jólin”
haha mér finnst þetta æðislegt komment á myndinn, bjargaði deginum 🙂
Hahaha…..já pabbi minn er ávalt skreyttur hreindýrum þegar hann mætir hingað 😉