Örlítið DIY…

…því það er bara gaman!

Þegar maður notar bakka, þá er það í raun til þess að draga svæði saman.  Alls konar mismunandi hlutir, sem virðast eiga lítið eitt sameiginlegt, verða að einni heild þegar þeir eru komnir saman á bakka.  Að sama skapi er hægt að notast við ýmislegt annað sem virkar eins, t.d. bækur.

Þar sem ég var á þvælingi í Góða Hirðinum um daginn, þá rak ég augun í trébretti.  Tréskurðarbretti.  Þar sem það kostaði ekki mikið, þá keypti ég blessað brettið…

01-2015-01-16-141902

…ég ákvað svo að nota svarta kalkmálningu frá Föndru sem ég átti…

2014-09-11-114025

…og fór yfir alla kantana eins og sést…

02-2015-01-16-142728

…síðan tók ég hvíta málningu og fór að fara yfir kantana…

03-2015-01-16-143629

…og að lokum gróflega yfir allt brettið…

04-2015-01-16-153020

…og var ekkert að reyna að hafa jafna áferð eða passa að þekja allt saman…

05-2015-01-16-153024

…eins og sést augljóslega hérna – því að svörtu rendurnar eru áberandi 🙂

07-2015-01-16-153038

…og hvað svo?

Ég vildi endilega skreyta hann eitthvað og fór því í föndurtöskuna mína og kíkkaði á hvað leyndist þar inn á milli.
Ég átti enn eitthvað blúnduprent (sjá hér), frá tilraunastarfsemi minni hérna um árið, og ákvað að nota það á brettið.  Síðan setti ég smá afklippu af nótnablaði og setti smá Script-stimpil (sjá hér) ofan á…

08-2015-01-16-164453

…þar að auki notaði ég annan script-stimpil sem ég átti og fiðrildi sem að ég gataði með fiðrildagataranum mínum góða (sjá hér), úr nótnapappír…

09-2015-01-16-164457

…og yfir, og undir, þetta allt saman fór ég með Mod Podge – og útkoman varð þessi…

10-2015-01-16-164459

…og svo er bara að nota þetta eins og bakka – nú eða upphengi á vegg…

13-2015-01-16-164928

…og svo bara að nota ímyndunaraflið á að skreyta bakkann.  Möguleikarnir eru í raun bara endalausir…

14-2015-01-16-164930

…en mér finnst þetta koma skemmtilega út 🙂

15-2015-01-16-164944

…þetta er alls ekki fullkomið – en hver þarf fullkomið?
Erum við ekki frekar bara að ná að skemmta okkur við framkvæmdina og við að skapa eitthvað skemmtilegt til þess að hafa heima hjá okkur…

16-2015-01-16-164950

…og kertastjakarnir eru líka kalkaðir, eins og áður hefur víst komið fram (sjá hér)

17-2015-01-16-164955

…og smá svona Extreme Close Up

18-2015-01-16-165000

…hvað segið þið um svona?

Er þetta ekki bara einfalt og skemmtilegt?

Allir geta reddað sér trébretti, og allar líkur á að það lúri bara inni í skáp hjá ykkur, og svo er það bara málning og klipperí eða annað 🙂

19-2015-01-16-165148

4 comments for “Örlítið DIY…

  1. Margrét Helga
    19.01.2015 at 08:18

    Svo einfalt og flott! Æðislegt hvað hægt er að gera fallegt úr litlu!

    Takk fyrir póstinn!

  2. Asa
    19.01.2015 at 08:20

    Mjög fallegt og skemmtilegt!

  3. Bjargey
    19.01.2015 at 11:43

    Þessi er æði 🙂

  4. Hulda
    19.01.2015 at 13:13

    vú æðislegt og hrein snild hjá þér 🙂

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *