Pakkar…

…eða öllu heldur innpökkun 🙂
Fyrst af öllu fékk ég alveg ferlega sæta, gamaldags merkimiða í Europris,
þetta voru 20 stk á ca 500 kr – sem að mér fannst bara vel sloppið!

…síðan fann ég pappír sem að mér fannst svo fallegur að ég tímdi varla að nota hann…

… ég er í því að reyna að sannfæra sjálfa mig um að þetta sé ekkert bara jóla og að ég geti notað hann í svo margt og á hvaða árstíma sem er, þetta voru 10m á rúllunni þannig að ég á slatta eftir..

…annar uppáhalds var þessi hérna með könglunum….

…síðan var það þessi með hreindýrunum, hann kom líka sterkur inn 🙂 

…og svo er það útkoman úr þessum pappírspælingum…

…eruð þið ekki búin að hafa það gott??
Fenguð þið fallega pakka? 🙂

7 comments for “Pakkar…

  1. Anonymous
    27.12.2011 at 09:01

    Bjútifúl pakkar eins og við var að búast, spurning hvor viðtakendur hafi tímt að opna þá 🙂 Væri alveg til í að fá að vita hvar þú fékkst nótupappírinn, hann er himneskur alveg!!!!
    Jólakveðja, Svala

  2. 27.12.2011 at 09:39

    Fallegir pakkar 🙂

    Já, hvar fékkstu þessa bjútífúl pappíra ??

  3. Anonymous
    27.12.2011 at 11:04

    Æðislegir pakkar;) Hvar fékkstu notupappírinn? Hann er æði;)

    Kv.Hjördís

  4. 27.12.2011 at 11:25

    Ahhhhh, ég bara gleymdi að skrifa það niður 🙂 Ber við almennri gleymsku og ofáti!

    Nótupappírinn og könglapappírinn eru úr A4 á Smáratorgi, hann var frekar dýr en þykkur og æðislegur. Hreindýrapappírinn er úr Tiger 🙂

  5. 27.12.2011 at 17:39

    Flottar gjafir!!

  6. 27.12.2011 at 21:42

    vááá hvað nótnapappírinn væri flottur utan um kerti
    kveðja Adda

  7. 28.12.2011 at 19:45

    úff hvað mig langar í þennan nótnapappír! GJÖÖÐVEIKUR! 🙂

    Annars er soltið síðan ég kommentaði hér… en samt hef ég nú skoðað ALLA dýrðina hér vel og vandlega! Langaði bara að segja takk…þetta er allt svo flott hjá þér, skemmtilega uppsett og samsett jólaskrautið.

    Gleðilega hátíð!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *