Twist…

…enn og aftur!
Annað hvort get ég ekki verið til friðs, eða þessi blessuð börn eru að stækka alltof hratt – nema hvortveggja sé 🙂

Sjáið nú til, oftar en ekki – þegar við ætlum að fara að sofa þá er rúmið okkar upptekið…

16130_10204537337846771_6400665837678383051_n

Ég geri ráð fyrir að margir foreldrar þarna úti kannast við þetta “vandamál”.  Ekki það að þetta er alveg dásamlegt, þið vitið að kúra með þessum krílum.  Það er ekki fyrr en maður er handrotaður og vaknar með stóru tá uppi í nefinu að þetta fer að vera eitthvað óþægilegt.

Þau er nefnilega yndisleg, en af einhverjum völdum er börn eins og krossfiskar á snúningsdiski þegar þau sofa á milli.

Ái….

En þegar þetta var rætt við dömuna kom ávalt hið góða svar: “En rúmið mitt er svo lítið og ég hef ekkert pláss.”

Rúmið hennar var sem sé 80x160cm 🙂

Því er ég búin að vera með opin augun fyrir nýju rúmi inni í herbergið hennar og sá síðan rétta rúmið auglýst inni á – auðvitað – Skreytum Hús sölugrúbbunni á Facebook!  Nema hvað!  Þess vegna er herbergið orðið svona…

01-2015-01-15-151442

…ójá – ég verð nú að segja að þrátt fyrir að dóttirin elski rúmið sitt “nýja” og góða, þá held ég að ég elski það næstum meira…

02-2015-01-15-151448

…í raun var engu öðru breytt, bara rúmið inn og hitt út…

03-2015-01-15-151517

…og það er eitthvað svo dásamlega fallegt.  Svona gammel “Húsið á Sléttunni – Laura Ingalls – dásemdar” fílingur.  Svo er líka um að gera að nota þessa litlu fallegu hlutir sem þessar smápæjur eiga til þess að skreyta inni hjá þeim.

Í þessu tilfelli eru það hárböndin hennar sem hanga á rúmstólpanum…

04-2015-01-15-151529

…þetta er sama undirlakið/pífan og ég var með á hinu rúminu.  Ég keypti hana í USA þegar við fórum fyrir tveimur árum en passaði mig á að kaupa í fullri stærð og brjóta hana bara saman undir dýnunni þannig að hún passaði á minna rúmið.  Mjög einföld lausn.

Ég vildi endilega hafa þetta áfram, því að þetta felur kassa með leikföngum sem eru undir rúminu, og svo er bara eitthvað dásamlega mjúkt og fallegt við svona blúndur og píferí…

05-2015-01-15-151542

…ekki sammála?

Talandi síðan um að nýta – þá er sængurverið sem er utan um keypt í London, fyrir mig þegar ég var 13 ára.  Þannig að þetta er víst orðið vintage núna bara svona allt í einu, 26 ára sængurver sem sér ekkert á.  Góð nýting það…

06-2015-01-15-151554

…yndislegi vagninn úr Góða stendur til hliðar og er ekki á leiðinni neitt – enda bara yndiz…

07-2015-01-15-151602

…og var ég búin að segja frá hversu fallegt mér finnst þetta rúm 🙂

Það er svo fallegt að ég hef áður keypt svona rúm!  Ok, forsaga málsins er sú að þegar ég var 18 ára þá ákvað ég að kaupa stærra rúm inni í herbergi mitt heima hjá mömmu og pabba.  Var komin með kærasta og við vorum í mínu gamla 90cm breiða rúmi og því var skundað, auðvitað í þann sænska kærasta – með nýja kærastann (vá hvað þetta er flókið) – og keypt alveg eins rúm, nema hvað að það var 140cm breitt.

Húrra!  Síðan var farið heim og kærastinn, minn ekki sá sænski – sem er í dag maðurinn minn (aftur ekki sá sænski) – skrúfaði saman rúmið og við settum það upp inni í herbergi.  Draumur og dásemd, þetta var alveg eins og mig hafði dreymt um!

Ég lagðist í rúmið og hrópaði húrra, kærastinn lagðist við hliðina á mér og viti menn, hann er svo skrambi langur í annan endann að bífurnar stóðu út í loftið á milli rimlanna.  Hvur skrambenn $%&$/%

Nú voru góð ráð dýr:
a) Láta kærastann sófa í ullarsokkum
b) Skila rúminu í Ikea, enda er sænski alltaf með svo góðann skilarétt
c) Skila kærastanum heim til mömmu sinnar og pabba

Þegar uppi var staðið þá Valdi ég kost b) því að það var ekkert sérstaklega góður skilaréttur í lið c), hefði verið bara ómögulegt að vera með inneignarnótu hjá foreldrum hans og svona.

Hohoho….eða náttúrulega, gaurinn var svo sætur að ég bara giftist honum! ❤

En í það minnsta, svona er því saga rúmsins og því er ég alsæl að 18 ára ég, því ég er náttúrulega bara rétt að skríða í 19 árið, fékk loks að upplifa þennan rúmdraum, um Laura Ingals rúmið sitt, í gegnum dótturina…

08-2015-01-15-151614

… þessi rammi úr Rúmfó er enn í uppáhaldi, og þið getið enn hlaðið niður textanum í hann hér (sjá DIY)

09-2015-01-15-151654

…lítil ísbjarnakrútt standa á náttborðinu. og auðvitað hanska og kóróna (Elsu Frozen-syndromið)…

10-2015-01-15-151704

…hálsfestar, englavængir og skór sem skreyttu skírnartertuna (allt til)…

11-2015-01-15-151710

…sum sé, óbreytt ástand annarsstaðar…

12-2015-01-15-151719

…sem minnir mig á að húsklukkan sem þið sjáið þarna, hún fæst í Rúmfó, og er á afslætti núna.  Held að hún hafi bara kostað um 500kr…

13-2015-01-15-151728

….og alveg ótrúlega falleg.

27-2015-01-15-152006

Væri örugglega líka skemmtilegt að mála hana með krítarmálningu og skrifa inn á hana 🙂

14-2015-01-15-151734

…í greinunum hangir ýmislegt lítið skraut…

20-2015-01-15-151903

15-2015-01-15-151739

…og líka litlir blómálfar…

16-2015-01-15-151746

…blómapottahengið sem heldur himnasænginni er enn á sama stað og það var á áður…

17-2015-01-15-151818

…einföld leið til þess að hengja upp svona fínerí fyrir dömur.  Svo líka sniðugt að kaupa ódýrar blúndugardínur og sauma saman og leggja yfir hengið.  Hægt að festa þær við með sikkersnælum…

25-2015-01-15-151950

…ég setti einmitt aukalega blúndugardínu yfir hengið sem var fyrir og bætti við smá gervilengjum…

26-2015-01-15-151955

…skápurinn var keyptur á Bland, en ég sá hins vegar einn svona til sölu inni á Skreytum Hús-sölugrúbbunni…

21-2015-01-15-15191722-2015-01-15-151923
…enn og aftur nota ég hárskraut til þess að skreyta – en hér er hárblóm fest á lampaskerminn…

28-2015-01-15-152012

…þetta er hins vegar kermik-rós, en svo agalega falleg…

29-2015-01-15-15212430-2015-01-15-152129

…dúllerí í hillum, allt frá kuðungum til gamalla gulla…

32-2015-01-15-152149

…og eins og hún vinkona mín M&M sagði mér við mig í gær, ég bara vissi ekki hversu mikið mér fannst vanta svarta litinn inn í herbergið fyrr en hann var kominn þangað inn.  Svo eru gardínustangirnar í stíl, og svo líka pottahengið – win win…

23-2015-01-15-151938

…og svo smá gammel gull fílingur – lofit ❤

33-2015-01-15-154141

Hvernig eruð þið að fíla þetta allt saman?

Sagan af rúminu, er þetta ekki meant to be?

Eller va?

❤ Helgaknúsar til ykkar ❤

24-2015-01-15-151941

16 comments for “Twist…

  1. Emilía Tómasdóttir
    16.01.2015 at 08:21

    Ohh þetta er svo bjútifúl, fullkomið þangað inn 🙂

  2. Margrét Helga
    16.01.2015 at 08:21

    Tótallý ment tú bí 🙂

    En að líkja börnum sem koma upp í eins og krossfiskum á snúningsdiski er náttúrulega bara snilld! 😀
    Yndislega fallegt herbergi hjá dúllunni þinni, og flottur ballerínukjóllinn á herðatrénu sem hangir á greinunum 😉

    Þú ert snillingur kona!! 🙂

  3. Halla
    16.01.2015 at 08:30

    Yndislega fallegt herbergi.

  4. HULDA
    16.01.2015 at 09:17

    Bjútifúl 🙂

  5. Elísabet
    16.01.2015 at 12:33

    Dásamlegt rúm en ég get ekki hamið mig um að spyrja út í litinn á vegnnum. Hvaða gordjöss grái litur er þetta?

  6. Sigrún
    16.01.2015 at 12:40

    Fallegt 🙂

  7. Íris Björk Hlöðversdóttir
    16.01.2015 at 14:05

    Hæ Soffía 🙂

    Mikið kemur rúmið vel út, enda ekki við öðru að búast þar sem að rúmið er einstaklega fallegt og þú einstakur fagurkeri 😉

    Til lukku með þessa breytingu.
    Kveðja Íris

  8. Anonymous
    17.01.2015 at 02:17

    Yndislega frábært og algjörlega ment tú bí – eins gott að þú valdir ekki lið c
    Ps. Rúmið og herbergið – stylíseringin gordjöss
    Knús (“,)

  9. Bjargey
    18.01.2015 at 14:09

    Yndislega fallegt herbergi, ég væri alveg til í að eiga það!

    Himnasængin er svo flott eins og þú hefur hana núna….og rúmið er guðdómlegt 🙂

    En hvernig er með leikföngin hennar…nú á ég tvær dætur á svipuðum aldri, þær eru með lego friends útum allt….raða því í allar hillur og á skrifborðin og svo allt annað dót sem þær vilja hafa….er þín ekkert að leika með mikið af dóti?

    • Soffia - Skreytum Hús...
      18.01.2015 at 14:47

      Herbergið er fullt af dóti, hún er með geymslukassa undir rúminu á hjólum sem hún dregur fram. Kassi inni í skáp með Lego Friends og aðrir kassar með búningum og öðru slíku. Í hillunum sérðu í Sylvanian húsin hennar, og svo er hún með dýrin í tösku. Þetta er bara spurning um að koma þessu þannig fyrir að þá flæði ekki útum allt 🙂

      Takk fyrir hrósið!

      • Anonymous
        18.01.2015 at 22:42

        Ég skil þig 🙂 þetta er ótrúlega flott hjá þér og vel skipulagt!

  10. Anna Kristín
    18.01.2015 at 21:35

    Vá hvað þetta er flott hjá þér.
    Knús til þín elskuleg

  11. Rannveig Ása
    20.01.2015 at 18:23

    Þetta er auðvitað himneskt!! Ég ætlaði einmitt líka að spyrja út í allt dótið og hvernig þetta gæti litið svona út hjá barni sem leikur sér 🙂
    Ég virðist þó ekki ná að “hemja” allt dótið í kössum eða öðruum hirslum, enda herbergi dóttur minna mun minna.
    En þetta er mega flott!

  12. Fjóla Dögg
    01.05.2015 at 02:19

    Sæl Soffía! Ég er búin að vera að leita að flottri himnasæng fyrir dóttur mína og finnst góð hugmynd að setja blúndu yfir ikea himnasæng. Geturu sagt mér hvernig þú gerðir þetta, hvar þú fékkst blunduna og hversu mikið af henni? Ég er algjör byrjandi:)

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *